Fréttir

Harris og Walz veita loks við­tal

Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst.

Erlent

Siglufjarðarvegur færist um metra á ári

Siglufjarðarvegur færist að meðaltali um einn metra á ári í átt til sjávar. Mikil tilfærsla hefur orðið á veginum síðustu daga vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Í gær og fyrradag mældist tilfærslan sjö sentímetra þar sem hún er sem mest.

Innlent

Ógnandi betlari og vopnuð börn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna konu sem var að betla og ógnaði þeim sem tilkynnti.

Innlent

Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu.

Innlent

„Við þurfum bara að læra að segja nei“

Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi.

Innlent

Ný sér­sniðin á­kæra á hendur Trump

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 

Erlent

Þjóð­garðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið

Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Innlent

Bíó Para­dís fær fjólu­blátt ljós við barinn

Ungliðahreyfing Öryrkjabandalagsins veitti í dag í fyrsta sinn aðgengisviðurkenninguna „fjólublátt ljós við barinn“. Bíó Paradís hlaut viðurkenninguna sem er ætluð þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Innlent

Kort­leggja brota­menn með tengsl við Suður-Ameríku

Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. 

Innlent

Hafa grun um það hver maðurinn er

Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál.

Innlent

Fjórföldun al­var­legra ofbeldisbrota og samstöðufundur

Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum.

Innlent

Þyrlur í lág­flugi við eld­gosið

Þyrlur með ferðamenn hafa verið á flugi við eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan byrjaði að gjósa á fimmtudagskvöldið. Sumar hafa hætt sér ansi nálægt gígnum.

Innlent

Vísa kjara­deilu starfs­manna hjúkrunar­heimila til sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars.

Innlent

Engar fundar­gerðir um tjón á kvíum og einn dagur í starfs­þjálfun

Matvælastofnun fann sjö frávik, þar af fimm alvarleg, í reglubundinni úttekt stofnunarinnar á starfstöð fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði í vor. Að mati stofnunarinnar voru alvarleg frávik frá gæðakröfum hvað varðar eldisbúnað, þjálfun starfsfólks, gæðahandbók og innra eftirlit og úttektir. Þá gerir MAST einnig athugasemdir við eftirlit og viðgerðir fyrirtækisins á netapokum og við verklagsreglur.

Innlent

Enn til­kynnt um maga­kveisu á há­lendinu

Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar.

Innlent

Her­sveitir, her­skip og flug­vélar á sveimi við Ís­land næstu daga

Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.

Innlent

Fyrir­vari um á­byrgð alls ekkert fríspil

Sérfræðingur í bótarétti segir ábyrgðarleysisyfirlýsingu sem ferðamenn undirrita áður en farið er í íshellaferðir ekki losa menn undan ábyrgð ef sök er sönnuð. Það sé hins vegar langsótt að Vatnajökulsþjóðgarður verði gerður ábyrgur fyrir slysum.

Innlent