Fréttir

Veru­lega hvasst í Eyjum á laugar­daginn

Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási.

Innlent

Rúður brotnar í Rima­skóla

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum.

Innlent

Hneykslast á á­kvörðun ríkis­sak­sóknara

Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum.

Innlent

Ó­eirðir í Southport eftir mann­skæðu á­rásina

Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. 

Erlent

Veg­far­endum stafi hætta af aug­lýsinga­skiltum

Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð.

Innlent

Ísraelar í hefndaraðgerðum gegn Hezbollah í Líbanon

Ísraelar gerðu loftárásir á úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, þar sem ísraelski herinn telur háttsetta meðlimi Hezbollah halda til. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir fyrir árásir Hezbollah á byggð Ísraela á Golan-hæðum þar sem 12 börn létu lífið. 

Erlent

Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakara­stofu landsins

Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. 

Innlent

Hjól­hýsið fuðraði upp

Hjólhýsi í Löngumýri í Skagafirði brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðsstjóri segir milid að ekki hafi farið verr enda enginn í hýsinu þegar eldur kviknaði og engin önnur tjöld eða hjólhýsi í hættu. 

Innlent

Um­deild um­mæli, líkur á gosi og truflandi skilti

Vararíkissaksóknari telur sig ekki hafa farið yfir strikið þegar hann ræddi um dóm yfir brotamanni sem hafði átt í hótunum við hann. Ríkissaksóknari hefur vísað máli hans til ráðherra. Hann gefur lítið fyrir áminningu sem hann fékk fyrir önnur ummæli.

Innlent

Vonar að ráð­herra verði ekki við ósk Sig­ríðar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum.

Innlent

Ó­eirð á hjúkrunar­heimilum vegna enda­lausra í­þrótta á RÚV

Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir.

Innlent

Skammast sín vegna skotárásarinnar

Ronald Rowe, settur forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service, segist skammast sín vegna skotárasar sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda.

Erlent