Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 11:00 Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á gatnamótunum sem Reykjavíkurborg telur að muni skila sér í betra flæði og meira öryggi. Hafi aðgerðirnar ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða. Reykjavíkurborg Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum. Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum.
Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira