Fréttir

Allt að gerast í Vík í Mýr­dal

Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna.

Innlent

Gangast við því að hafa drepið Palestínu­menn á strönd eftir birtingu mynd­skeiðs

Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. 

Erlent

„Geri hún það, þá býð ég mig fram“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál.

Innlent

Telja að eld­gosinu sé líklega að ljúka

Gervitunglamyndir frá NASA og ESA benda til þess að kvikustreymi í eldgosinu við Sundhnúk hafi dregist saman um allt að helming síðasta sólarhringinn. Mögulega þýðir það að eldgosinu lýkur fljótlega. Það hófst þann 16. mars og hafði því staðið í tvær vikur í gær.

Innlent

Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins

Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga.

Innlent

Heppin að vera með höfuð­verk yfir tveimur auð­lindum

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og mögulegur forsetaframbjóðandi segir að næstu árum verið meiri samkeppni um orku sem framleidd er á Íslandi. Mikilvægt sé að sköpuð sé heildarsýn í orkumálum. Ákvarðanataka um framtíðarnýtingu sé erfið því hún hafi áhrif á aðra auðlind, náttúruna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Minnst sjö drepin í sprengju­á­rás í Sýr­landi

Minnst sjö voru drepin þegar sprengja sprakk í bíl á fjölmennum markaði í bænum Azaz í Aleppó-héraði í norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Nokkrir til viðbótar særðust í árásinni. Enn er óvitað hver ber ábyrgð á árásinni en svæðinu er stjórnað af tyrkneskum vígahópum sem berjast gegn Bashar Al-Assad forseta Sýrlands.

Erlent

Gular við­varanir og versnandi aksturs­skil­yrði

Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst.

Veður

Fóru tóm­hentir heim frá bensín­stöðinni

Lögregla hafði afskipti af manni í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem er sagður hafa hrækt á dyraverði. Þegar laganna verðir mættu á staðinn neitaði einstaklingurinn að segja til nafns og lét öllum illum látum, að sögn lögreglu. Sá var vistaður í fangageymslu þar til hann var talinn viðræðuhæfur.

Innlent

Senni­lega þeir einu sem vilja rigningu um páskana

Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Stúdent slapp með skrekkinn

Tilkynnt var um reyk úr stúdentaíbúð við Eggertsgötu á sjötta tímanum í dag og rauk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu af stað. Betur fór en á horfðist.

Innlent

Er­lendir skíða­menn í snjó­flóði í Eyja­firði

Einn er slasaður vegna snjóflóðs sem féll í Eyjafirði í dag. Fjórir lentu í snjóflóðinu en um er að ræða erlenda ferðamenn. Töluverð snjóflóðahætta er á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Innlent