Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Innlent 6.8.2025 00:36
Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá lax sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi. Innlent 5.8.2025 22:44
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Innlent 5.8.2025 22:31
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. Innlent 5.8.2025 15:20
Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Innlent 5.8.2025 13:54
Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Erlendur maður er grunaður um að hafa flutt inn rúman lítra af kókaínvökva til landsins í vor. Ákæruvaldið segir hann hafa viðurkennt að hafa flutt efnin inn að beiðni förunauts síns gegn greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur en tveir menn sem komu með honum til landsns voru einnig handteknir. Innlent 5.8.2025 13:30
„Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga „Hátíðin var sett í hádeginu í sameiningu með Reykjavíkurborg þar sem regnbogafáni var dreginn að húni ásamt því að transfáninn var krítaður á stéttina fyrir framan Iðnó,“ segir Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga.Upplýsingamiðstöð Hinsegin daga verður staðsett í Iðnó í vikunni en Reykjavíkurborg er helsti stuðningsaðili daganna. Innlent 5.8.2025 13:20
Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti. Innlent 5.8.2025 13:10
Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans. Innlent 5.8.2025 12:19
Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Innlent 5.8.2025 12:05
Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur svarar starfsbróður sínum fullum hálsi og sendir „dylgjur“ til föðurhúsanna um að spá sín um eldgos á Snæfellsnesi innan þriggja ára sé órökstudd. Hann telur að gos geti hafist á Snæfellsnesi með skömmum fyrirvara. Innlent 5.8.2025 11:58
Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Innlent 5.8.2025 11:51
Vörubifreið ekið á vegfarandann Vörubifreið í flokki eitt, tólf tonna flutningarbíl með farmi, var ekið á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Maðurinn er á spítala og lítið liggur fyrir um líðan hans. Innlent 5.8.2025 11:32
Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Dómsmálaráðherra hyggst tempra kraftmikla fólksfjölgun til landsins með nýjum og strangari reglum um dvalarleyfi. Fólksfjölgun á Íslandi hafi verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og sé að stærstum hluta borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Innlent 5.8.2025 11:26
Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag. Innlent 5.8.2025 10:57
Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Ekið var á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Innlent 5.8.2025 08:04
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. Innlent 5.8.2025 07:33
Mjög lítil virkni en mallar enn Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. Innlent 5.8.2025 06:18
Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að starfsmaður á hóteli í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoðar vegna manns sem hafði leigt herbergi hjá þeim í tæpa viku. Innlent 5.8.2025 06:15
Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að styðja þurfi frekar við stofnanir sem sjá um öryggis- og varnamál. Hvað við köllum það, til dæmis leyniþjónustu, sé ekki stóra málið enda vilji hún ekki fara í „orðaleiki“. Innlent 4.8.2025 23:53
Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Björgunarfélag Hornafjarðar kom ferðamönnum til aðstoðar við Hoffelsslón suður af Vatnajökli í dag, mánudag, þar sem einn hafði lenti í sjálfheldu í brattri fjallshlíð. Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum. Innlent 4.8.2025 22:57
Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Filippseysk kona í Reykjavík hefur stefnt fyrrverandi eiginmanni sínum til að fá það viðurkennt að hann sé ekki faðir drengs sem hún fæddi árið 2014, þegar þau voru gift. Heldur sé annar filippseyskur maður hinn raunverulegi faðir. Hjónin skildu árið 2018 vegna framhjáhalds af hálfu eiginmannsins. Innlent 4.8.2025 21:40
Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Innlent 4.8.2025 20:05
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4.8.2025 19:39