Skoðun

Fréttamynd

Líf­fræði­lega ómögu­legt

Björn Ólafsson

Fyrr á árum fékk Hafró sinn skerf af gagnrýni, og tók henni nær undantekningalaust illa. Árið 2002 fékk ráðherra Tuma Tómassyni fiskifræðingi, og þá skólastjóra Sjávarútvegs Háskóla Sameinuðu þjóðanna, til að skoða starfsemi Hafró.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veiði­gjaldið stendur undir kostnaði

Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar.

Skoðun
Fréttamynd

Minn gamli góði flokkur

Sem ungur maður aðhylltist ég stefnu Sjálfstæðisflokksins, var skráður í flokkinn og það var varla sú kosning sem ég kaus ekki Davíð Oddsson til góðra verka fyrir borg og síðar landið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Er sjálf­bærni bara fyrir raun­greinafólk?

Út frá starfsauglýsingum og auglýsingum um námsbrautir sem tengjast sjálfbærni, mætti halda að einungis verkfræðingar og aðrar STEM-greinar ættu erindi í fagið. En er það? Snýst sjálfbærni bara um upplýsingagjöf og útreikninga?

Skoðun
Fréttamynd

Börn í skjóli Kvenna­at­hvarfsins

Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr vett­vangur sam­skipta?

Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli.

Skoðun
Fréttamynd

Blikkandi viðvörunar­ljós

Með stuttu millibili hafa orðið nokkur alvarleg bílslys hér á landi með þeim afleiðingum að nokkrir hafa látist. Lítið barn, maður á besta aldri og kona sem var á ferð um landið. Vegir um allt land eru að molna í sundur og víða er vörnum við vegi ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

Metnaðar­full mark­mið og stórir sigrar

Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?

Flest okkar fara ekki í gegnum daginn, hvað þá vikuna, án þess að selja eitthvað. Við seljum börnunum okkar þá hugmynd að fara í úlpu þegar það er kalt eða makanum að hafa frekar salat í matinn en kjöt.

Skoðun
Fréttamynd

Aulatal um að Evrópa sé veik og getu­laus

Hér á okkar blessaða landi fer oft fram umræða, sem meikar lítinn sens. Er stundum út í hött. Eitt af því, sem hefur verið í tízku, er, að fullyrða, að Evrópa sé veik og getulaus, þar sé allt í hers höndum, ef álfan er þá ekki brennandi hús eða rjúkandi rústir.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­úð og hug­rekki - gegn stríðs­glæpum og þjóðar­morði

Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að Ísrael er sekt um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza. Það er ekki tæknileg spurning hvort svo sé, því sennilega er ekkert þjóðarmorð í sögunni stutt jafn miklum og margvíslegum gögnum: miskunnarlausar árásir á óbreytta borgara á Gaza, varpað á þá sprengjum og þeir sveltir og myrtir af leyniskyttum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tor­tryggni

Yfirlýsingar félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina hafa vakið verulega athygli. Þar heldur Inga Sæland því opinberlega fram að Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtskóla, hafi mögulega gerst sekur um trúnaðarbrest. Ársæll hefur sjálfur lýst þessum aðdróttunum sem mjög ósmekklegum og telur að þær vegi að sínum starfsheiðri.

Skoðun
Fréttamynd

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug.

Skoðun
Fréttamynd

Gælu­dýr geta dimmu í dags­ljós breytt

Í gær mælti félags- og húsnæðismálaráðherra fyrir frumvarpi um að hunda- og kattahald verði framvegis ekki háð samþykki annarra eigenda fjölbýlishúsa. Engu að síður geti húsfélag sett reglur um gæludýrahald, enda séu þær eðlilegar, málefnalegar og á jafnræði reistar.

Skoðun
Fréttamynd

Myllan sem mala átti gull

Í sumar verða 60 ár síðan Landsvirkjun var stofnuð. Á ársfundi Landsvirkjunar þann 4. mars síðastliðinn kom fram nauðsyn þess að vinna meiri raforku hér á Íslandi, en ógnarlangt leyfisveitingaferli stæði þeirri vinnslu fyrir þrifum.

Skoðun