Fótbolti

Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Al Orobah í 2-1 sigri gegn Damac í 22. umferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar.

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enska knattspyrnufélagið Manchester United tilkynnti í dag að 150-200 starfsmönnum til viðbótar yrði sagt upp, til að rétta af rekstur félagsins eftir mikið tap síðustu ár.

Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara
Þrátt fyrir að Inter Miami hafi bjargað stigi gegn New York City í 1. umferð MLS-deildarinnar um helgina var Lionel Messi fúll og viðskotaillur eftir leikinn.

Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik
Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð.

Metin sex sem Salah setti í gær
Mohamed Salah hefur átt stórkostlegt tímabil með Liverpool og átti enn einn stórleikinn þegar liðið sigraði Manchester City. Hann setti sex met í leiknum á Etihad í gær.

Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar
Manchester United-hetjan Eric Cantona er nýorðinn afi í fyrsta sinn. Barnabarnið fékk að sjálfsögðu voldugt nafn.

Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers
Steven Gerrard þykir einna líklegastur til að taka við skoska stórveldinu Rangers sem er í stjóraleit eftir að Philippe Clement var rekinn í gær.

Liðsfélagi Alberts laus af spítala
Ítalski framherjinn Moise Kean var í morgun útskrifaður af spítala eftir óhugnanlegt atvik í leik Fiorentina og Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari.

„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar.

Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að finna sér nýjan starfsvettvang. Hann ætlar að hella sér út í pólitíkina og er kominn í innsta hring flokks Erdogan Tyrklandsforseta.

„Spiluðum mjög vel í dag“
Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City.

Dómara refsað vegna samskipta við Messi
Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava komst í fréttirnar í vikunni eftir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Sporting Kansas City. Þetta hefur nú dregið dilk á eftir sér.

Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna
Orri Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad sem vann góðan sigur á Leganes í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Stórlið PSG og Juventus unnu góða útisigra í leikjum kvöldsins í franska og ítalska boltanum.

„Við þurfum annan titil“
Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik.

Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum
Lið Þór/KA vann í dag öruggan sigur á Fram þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna í Boganum.

Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum
Bayern Munchen er með átta stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Frankfurt á heimavelli í dag.

Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu
Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum.

Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum
Real Madrid er nú jafnt Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir góðan sigur í dag. Toppbaráttan á Spáni er í járnum.

Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum
Panathinaikos tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu grísku deildarinnar í knattspyrnu í dag. Liðið sló Víkinga út úr Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.

Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna
Hinn nítján ára gamli Breki Baxter var hetja Eyjamanna í Lengjubikarnum í fótbolta í dag.

Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla
Newcastle lenti snemma undir á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en svöruðu með fjórum mörkum á ellefu mínútum og enduðu á að vinna leik liðanna 4-3.

Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool
Manchester City verður án síns markahæsta leikmanns í stórleiknum á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson átti flottan leik í dag þegar lið hans vann sannfærandi sigur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði jöfnunarmarkið þegar Fortuna Düsseldorf gerði 1-1 jafntefli við Köln á útivelli í þýsku b-deildinni í dag.

Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim
Graham Potter stýrði liði West Ham til sigurs á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafði þar mikil áhrif á baráttuna um Englandsmeistaratitilinn.

Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni
Napoli tapaði óvænt í dag á móti Como í ítölsku A-deildinni í fótbolta og mistókst þar með að komast aftur á toppinn. Como vann leikinn 2-1.