Erlent

Apabóla greinist í Sví­þjóð

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð.

Erlent

Úkraínu­menn hafa náð valdi yfir Súdsja

Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna.

Erlent

Fjögurra daga gamlir tví­burar drepnir í á­rás Ísraela

Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed..

Erlent

SÞ for­dæma ó­gegn­sæi í kosningunum í Venesúela

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað.

Erlent

„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Erlent

For­sætis­ráð­herra Japan sækist ekki eftir endur­kjöri

Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021.

Erlent

Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk

Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið.

Erlent

Tugir þúsunda létust af völdum hita í Evrópu

Fleiri en 47.000 manns létust af völdum hita í Evrópu í fyrra samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Aðlögunaraðgerðir vegna hækkandi hita síðustu tvo áratugina eru sagðar hafa forðað mun meiri mannskaða.

Erlent

Gera sér ekki mat úr lekanum úr fram­boði Trump

Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016.

Erlent

Fóru um víðan völl í sam­tali á X í gær

Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“.

Erlent

Pútín hótar hefndum fyrir inn­rásina í Kúrsk

Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs.

Erlent