Erlent

Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó

Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 

Erlent

Bíla­stæða­hús á Man­hattan hrundi

Bílastæðahús hrundi á Manhattan í New York-borg í gær. Einn lést og fimm slösuðust er bílar á efstu hæð hússins hrundu niður. Ekki er talið að neinn sé enn grafinn í rústunum.

Erlent

Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl

Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna.

Erlent

„Að­eins skrímsli gæti gert barni þetta“

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana.

Erlent

Dómari breytir hags­muna­skráningu í kjöl­far upp­ljóstrana

Bandaríski hæstaréttardómarinn Clarence Thomas ætlar að uppfæra hagsmunaskráningu sína eftir að upplýst var um fasteignaviðskipti hans við fjárhagslegan bakhjarl Repúblikanaflokksins. Thomas greindi hvorki frá viðskiptunum né lúxusferðum sem hann þáði frá milljarðamæringnum.

Erlent

Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg.

Erlent

Tuttugu og fimm ár fyrir að and­æfa inn­rásinni

Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga.

Erlent

Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum

Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum.

Erlent

Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni

Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim.

Erlent

Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna

Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu.

Erlent

Falski hertoginn

Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau.

Erlent

Fjölda­skot­á­rás í af­mælis­veislu í Ala­bama

Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri.

Erlent

Filippa fannst á lífi

Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn.

Erlent

Rændi banka til að fjár­magna kvik­mynd

Bandarískur karlmaður sem rændi banka síðastliðið sumar til að fjármagna tökur á kvikmynd var dæmdur í tíu ára fangelsi í Flórída-ríki fyrir ránið. Maðurinn náði að hafa á brott með sér rúmlega fjögur þúsund dollara í seðlum úr bankanum en var handtekinn síðar eftir ábendingar til lögreglu.

Erlent

Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs

Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda.

Erlent