Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:43 Sonia Sotomayor dómari sagði forsetann vera orðinn konung og yfir lög hafinn í minnihlutaálitinu. AP/Dave Sanders Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira