Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 17:39 Menn voru fljótir að gera gott úr málunum og tylltu sér í huggulegheitin við nýju tjörnina. Jakob Magnússon Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir. Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival) Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival)
Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira