Erlent Meintur morðingi Nipsey Hussle varð fyrir fólskulegri árás Eric Holder Jr. sem er grunaður um að hafa myrt rapparann Nipsey Hussle varð fyrir fólskulegri árás í varðhaldi á þriðjudag. Lögfræðingur Holder segir tvo fanga hafa ráðist á Holder með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og fékk skurð á höfuðið. Erlent 30.6.2022 00:09 Boða til verkfalls vegna áburðar- og eldsneytisskorts Stærstu landbúnaðarfyrirtæki Argentínu hafa boðað til verkfalls vegna viðvarandi skorts á bæði áburði og eldsneytis. Vörubílstjórar hafa mótmælt háu eldsneytisverði undanfarna daga. Erlent 29.6.2022 23:59 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. Erlent 29.6.2022 19:47 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. Erlent 29.6.2022 19:21 NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Erlent 29.6.2022 19:21 Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. Erlent 29.6.2022 18:41 Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Erlent 29.6.2022 15:39 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Erlent 29.6.2022 13:19 Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Erlent 29.6.2022 12:40 Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. Erlent 29.6.2022 09:11 Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Erlent 29.6.2022 08:56 Boris segir Pútín ekki hefðu ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Þetta segir Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Hann segir hina „brjálæðislegu“ og „macho“ innrás fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“. Erlent 29.6.2022 07:55 Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59 Dómstóll í Póllandi bannar „svæði án hinsegin fólks“ Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis. Erlent 28.6.2022 23:55 Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Erlent 28.6.2022 21:11 Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Erlent 28.6.2022 19:57 Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Erlent 28.6.2022 18:53 Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Erlent 28.6.2022 18:39 Samkvæmishúsabann Airbnb orðið varanlegt Í rúmlega tvö ár hafa svokölluð „samkvæmishús“ ekki verið leyfð á vefsíðu Airbnb. Þeir sem brjóta regluna verða bannaðir alfarið hjá heimagistingaþjónustunni. Erlent 28.6.2022 18:34 Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Erlent 28.6.2022 17:01 Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Erlent 28.6.2022 15:32 Tæplega fimmtíu látnir í bruna í kólumbísku fangelsi Að minnsta kosti 49 eru látnir og tugir slasaðir til viðbótar eftir að eldur kom upp í fangelsi í suðvestanverðri Kólumbíu í morgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í óeirðum í fangelsinu. Erlent 28.6.2022 14:34 Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Erlent 28.6.2022 14:11 Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. Erlent 28.6.2022 13:45 „Þetta er 1937 augnablikið okkar,“ segir yfirmaður breska hersins Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir leiðtoga G7-ríkjanna hafa verið sammála um að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þeir þurfa til að snúa stríðinu sér í hag. Þetta sé það sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hafi óskað eftir. Erlent 28.6.2022 12:31 Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Erlent 28.6.2022 11:37 Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. Erlent 28.6.2022 10:24 Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana. Erlent 28.6.2022 09:14 Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Erlent 28.6.2022 08:58 Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Erlent 28.6.2022 08:40 « ‹ 271 272 273 274 275 276 277 278 279 … 334 ›
Meintur morðingi Nipsey Hussle varð fyrir fólskulegri árás Eric Holder Jr. sem er grunaður um að hafa myrt rapparann Nipsey Hussle varð fyrir fólskulegri árás í varðhaldi á þriðjudag. Lögfræðingur Holder segir tvo fanga hafa ráðist á Holder með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og fékk skurð á höfuðið. Erlent 30.6.2022 00:09
Boða til verkfalls vegna áburðar- og eldsneytisskorts Stærstu landbúnaðarfyrirtæki Argentínu hafa boðað til verkfalls vegna viðvarandi skorts á bæði áburði og eldsneytis. Vörubílstjórar hafa mótmælt háu eldsneytisverði undanfarna daga. Erlent 29.6.2022 23:59
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. Erlent 29.6.2022 19:47
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. Erlent 29.6.2022 19:21
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. Erlent 29.6.2022 19:21
Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. Erlent 29.6.2022 18:41
Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Erlent 29.6.2022 15:39
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Erlent 29.6.2022 13:19
Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Erlent 29.6.2022 12:40
Trump vildi leiða vopnaða stuðningsmenn að þinghúsinu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vildi leiða stuðningsmenn sína að þinghúsinu þrátt fyrir að honum hefði verið sagt að sumir þeirra væru vopnaðir. Starfsmaður í Hvíta húsinu segir að Trump hafi viljað að málmleitarhlið yrðu fjarlægð til að hægja ekki á stuðningsmönnunum. Erlent 29.6.2022 09:11
Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Erlent 29.6.2022 08:56
Boris segir Pútín ekki hefðu ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Þetta segir Boris Johnson, forsætisráðherra Breta. Hann segir hina „brjálæðislegu“ og „macho“ innrás fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“. Erlent 29.6.2022 07:55
Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. Erlent 29.6.2022 06:59
Dómstóll í Póllandi bannar „svæði án hinsegin fólks“ Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis. Erlent 28.6.2022 23:55
Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Erlent 28.6.2022 21:11
Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Erlent 28.6.2022 19:57
Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Erlent 28.6.2022 18:53
Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Erlent 28.6.2022 18:39
Samkvæmishúsabann Airbnb orðið varanlegt Í rúmlega tvö ár hafa svokölluð „samkvæmishús“ ekki verið leyfð á vefsíðu Airbnb. Þeir sem brjóta regluna verða bannaðir alfarið hjá heimagistingaþjónustunni. Erlent 28.6.2022 18:34
Starfsmaður skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku Samkvæmt fregnum vestanhafs var starfsmaður Subway skotinn til bana vegna of mikils majónes á samloku kúnna um helgina. Staðurinn sem um ræðir er staðsettur í Atlanta í Bandaríkjunum. Erlent 28.6.2022 17:01
Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Erlent 28.6.2022 15:32
Tæplega fimmtíu látnir í bruna í kólumbísku fangelsi Að minnsta kosti 49 eru látnir og tugir slasaðir til viðbótar eftir að eldur kom upp í fangelsi í suðvestanverðri Kólumbíu í morgun. Eldurinn er sagður hafa kviknað í óeirðum í fangelsinu. Erlent 28.6.2022 14:34
Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Erlent 28.6.2022 14:11
Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. Erlent 28.6.2022 13:45
„Þetta er 1937 augnablikið okkar,“ segir yfirmaður breska hersins Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir leiðtoga G7-ríkjanna hafa verið sammála um að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem þeir þurfa til að snúa stríðinu sér í hag. Þetta sé það sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hafi óskað eftir. Erlent 28.6.2022 12:31
Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Erlent 28.6.2022 11:37
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. Erlent 28.6.2022 10:24
Versta hitabylgja í Japan í eina og hálfa öld Hitabylgja sem gengur nú yfir Japan er sú versta í júnímánuði í tæplega 150 ár. Mikið álag er á raforkukerfi landsins vegna hitans og vara yfirvöld við því að ekki sé útilokað að grípa þurfi til skammtana. Erlent 28.6.2022 09:14
Vaktin: NATO hafi áhyggjur yfir tengslum Kínverja og Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið ekki líta á Kínverja sem andstæðinga sína en þau hafi áhyggjur af sterkum tengslum Rússa og Kínverja og því að Kínverjar dreifi fölskum áróðri um bæði NATO og Vesturlönd. Erlent 28.6.2022 08:58
Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Erlent 28.6.2022 08:40