Besti veitingastaður heims er í Perú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2023 14:30 Eldhúsið á Central veitingastaðnum í Perú, sem í vikunni var valinn besti matsölustaður í heimi. Wikimedia Commons Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims. Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims.
Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira