Chow kjörinn borgarstjóri úr hópi 102 frambjóðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 12:58 Chow tók þátt í gleðigöngu Toronto-borgar á sunnudag. AP/Chris Young Olivia Chow, róttækur vinstrimaður, hefur verið kjörin borgarstjóri Toronto í Kanada. Chow lagði 101 andstæðing í sögulegum kosningum en hundur var meðal frambjóðenda. Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“. Kanada Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Boðað var til kosninganna eftir að borgarstjórinn John Tory, 68 ára, sagði af sér í kjölfar umfjöllunar Toronto Star um að Tory hefði átt í ástarsambandi við 31 árs lærling í miðjum Covid-faraldri. Þegar upp komst um sambandið voru aðeins nokkrir mánuðir síðan Tory tryggði sér þriðja kjörtímabilið í borgarstjórasætinu með yfir 60 prósent atkvæða. Toronto er fjölmennasta borg Kanada og það stóð ekki á borgarbúum að bjóðast til að taka við stjórnartaumunum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru hvorki mörg né ströng; 25 undirskriftir og 25 þúsund krónu þátttökugjald. Á endanum rötuðu 102 nöfn á kjörseðilinn, meðal annars nafn Toby Heaps, hvers helsta baráttumál var að draga úr saltnotkun á götum á veturna. Sagði hann saltið sært þófa hunda á borð við tíkina Molly, sem hann sagðist myndu gera að heiðursborgarstjóra ef þau ynnu. „Ég held að borgarráð tæki betri ákvarðanir ef það væri dýr í salnum,“ sagði Heaps í samtali við BBC. Molly varð hins vegar að lúta í lægra haldi fyrir Chow, sem þarf nú að takast á við svipuð vandamál og plaga Íslendinga. Hefur hún heitið því að byggja meira ódýrt húsnæði og auka stuðning við leigjendur. Þá segist hún vilja skapa öruggara og umhyggjusamara samfélag. Chow gæti átt á brattan að sækja þar sem ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagði á meðan kosningabaráttunni stóð að kjör Chow yrði „algjör hörmung“.
Kanada Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira