Erlent

Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl

Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent

Missti annað barnið sitt í sprengju­á­rás Rússa

Pútín Rúss­lands­for­seti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfir­valda en Pútín átti síma­fund með Frakk­lands­for­seta og kanslara Þýska­lands í dag. Á­rásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við mynd­efni sem fylgir myndbandinu í fréttinni.

Erlent

Rússar verði háðir Kín­verjum eftir nýjustu efna­hags­þvinganir

Evrópu­sam­bandið ætlar að meina Rússum að­gang að Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum sem myndi gera þá al­ger­lega háða Kín­verjum eða Ind­verjum þegar efna­hagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunar­að­gerða gegn Rúss­landi í gær.

Erlent

Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs

Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni.

Erlent

Úkraínskum borgar­stjóra rænt

Skrifstofa forseta Úkraínu segir Ivan Fedoro, borgarstjóra Melítópól í suðurhluta Úkraínu, hafa verið rænt af útsendurum innrásarliðs Rússa.

Erlent

Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð

Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana.

Erlent

Schröder til fundar við Pútín

Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu.

Erlent

Svíar stór­auka fram­lög sín til varnar­mála

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu.

Erlent