Leita á meðan vonin lifir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 13:00 Sérfræðingar höfðu áhyggjur af Títan fyrir nokkrum árum. AP/OceanGate Expeditions Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023 Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Verið var að kafa bátnum að flaki skipsins Titanic sem liggur á tæplega fjögurra kílómetra dýpi um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Samband við kafbátinn slitnaði á sunnudagsmorgun en fimm manns voru um borð. Talið er að súrefnið um borð í kafbátnum gæti í mesta lagi dugað fram á fimmtudagsmorgun. Sjá einnig: Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Áhöfn kanadískrar flugvélar heyrði í gær hljóð sem hefur verið lýst sem bankhljóði og mun það hafa heyrst á um hálftíma fresti í minnst fjórar klukkustundir. Hljóðið heyrðist með sérstakri bauju sem varpað er úr flugvélum og notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Aðmírállinn John Mauger, frá Strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, segir að finna megi mjög marga málmhluti við flak Titanic, sem gætu gefið frá sér sambærilegt hljóð. Uppruni hljóðsins sé enn óljós. Mauger sagði einnig, samkvæmt frétt BBC, að leitinni yrði haldið áfram svo lengi sem talinn væri möguleiki á því að mennirnir um borð í kafbátnum gætu verið á lífi. Hér að neðan má sjá hvernig leitað hefur verið. Press release for the establishment of the Unified Command for the 21-foot submersible, Titan, 900 miles east of Cape Cod click here: https://t.co/yvhGizVnw7#Titanic pic.twitter.com/fJPaYvovB5— USCGNortheast (@USCGNortheast) June 21, 2023 Höfðu áhyggjur af kafbátnum Kafbáturinn sem er týndur er í eigu fyrirtækisins OceanGate Expeditions. New York Times sagði frá því á dögunum að innan fyrirtækisins hefðu menn áhyggjur af bátnum og sögðu hann þurfa mun meiri vinnu og prófanir. Það var árið 2018 en þá skrifaði einn af yfirmönnum OceanGate harðorðaða skýrslu um stöðu kafbátsins. Aðrir sérfræðingar slógu á svipaða strengi í bréfi til Stockton Rush, yfirmanns OceanGate, og sögðu varhugavert framferði fyrirtækisins gæti haft alvarlegar afleiðingar. Kvörtunin sneri að því að Rush neitaði þá að láta sérfræðinga skoða bátinn og votta hann. Rush er einn af þeim fimm sem týndust með kafbátnum. Einnig eru breski auðjöfurinn Hamish Harding um borð, auk feðganna Shahzada Dawood og Suleman, sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Hér að neðan má sjá viðtal Reuters við tvo menn sem hafa farið með kafbátnum. CBS reporter David Pogue and the Simpsons writer Mike Reiss describe what it was like inside the Titan, the missing submersible which disappeared while taking tourists to see the wreckage of the Titanic https://t.co/rHr3lBSspC pic.twitter.com/2I2p5cuzt9— Reuters (@Reuters) June 21, 2023
Bandaríkin Kanada Titanic Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira