Gengur hægar en vonast var eftir Samúel Karl Ólason skrifar 21. júní 2023 14:41 Úkraínskir hermenn í Saporijía gera við Leopard 2 skriðdreka frá Þýskalandi. AP/Andriy Andriyenko Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í viðtali við BBC sagði Selenskí að Úkraínumenn hefðu frelsað átta þorp úr höndum Rússa í Saporisíja og Dónetsk. Hann sagði umfangsmikil jarðsprengjusvæði hafa reynst Úkraínumönnum erfið en áætlað er að Rússar hafi komið slíkum sprengjum fyrir á um tvö hundruð þúsund ferkílómetra svæði. Hernaðarsérfræðingar hafa varað við því að gagnsókn Úkraínumanna muni taka tíma. Hún muni taka vikur og mánuði en ekki daga og muni reynast kostnaðarsöm. Úkraínskir hermenn eru að reyna að brjóta sér leið í gegnum umfangsmiklar varnir Rússa og undir sprengjuregni. Þeir eru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa og þetta þurfa þeir að gera án stuðnings úr lofti en Rússar eru sagðir hafa getað notað þyrlur gegn Úkraínumönnum með góðum árangri. Oleksi Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, hefur slegið á svipaða strengi og til dæmis sagt ómögulegt að bera gagnsóknina saman við sókn Úkraínumanna í Karkív í fyrra. Aðstæður séu allt aðrar en þær voru þá. Þá fundu Úkraínumenn veikleika á vörnum Rússa, brutu sér leið í gegnum varnir þeirra og stökktu þeim á flótta. Rússar voru þá með mun færri hermenn í Karkívhéraði en þeir hefðu þurft. Nú hafa Rússar haft mánuði til að undirbúa sig með því að grafa skurði, leggja jarðsprengjur og annað. Kvaðmenn þurfa litla þjálfun til að verja slíkar stöður. Úkraínumenn eru taldir hafa orðið fyrir miklu mannfalli en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að dregið hefði úr átökum á svæðinu, samkvæmt New York Times. Rússsar hafa einnig orðið fyrir miklu mannfalli en blaðamenn í fylgd úkraínskra hersveita segjast hafa séð fjölda líka rússneskra hermanna í og við þau þorp sem hafa verið frelsuð. Halda aðstoð áfram Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa samþykkt að verja 3,5 milljörðum evra í sjóð sem nota á til að greiða fyrir vopn handa Úkraínumönnum. Það er til viðbótar við þá 5,5 milljarða evra sem búið er að setja í sjóðinn. Þá komust starfsmenn Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna að því að þeir hefðu misreiknað kostnað við þá hernaðaraðstoð sem Úkraínumenn hefðu fengið. Kostnaðurinn væri í raun 6,2 milljörðum dala lægri en áður var talið. Það gefur varnarmálaráðuneytinu meira svigrúm til að styðja Úkraínumenn með vopnasendingum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira