Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 14:32 Sutlej-áin í Himachal Pradesh-ríki í Indlandi. Talið er að rennsli í jökulám fari vaxandi fram á miðja öldina en svo dvínandi eftir það. AP/Ashwini Bhatia Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu. Himalaja- og Hindu Kush-fjallgarðarnir teygja sig um 3.500 kílómetra í gegnum Afganistan, Bangladess, Bútan, Kína, Indland, Búrma, Nepal og Pakistan. Svæðið er stundum kallað „þriðji póllinn“ því fjallajöklarnir og fannbreiðurnar þar geyma meira ferskvatn en nokkur annar staður á jörðinni utan pólanna tveggja. Alþjóðlegur hópur vísindamanna frá ICIMOD í Katmandú í Nepal segir að hert hafi á bráðnun jökla í fjallgörðunum. Þannig hafi ís bráðnað 65 prósent hraðar á öðrum áratug þessarar aldar en á þeim fyrsta. Við 1,5-2 gráður hlýnun gætu jöklarnir rýrnað um þrjátíu til fimmtíu prósent fyrir aldamót samkvæmt skýrslu stofnunarinnar. Nái hlýnunin þremur gráðum, eins og hún stefnir í ef ekki verður dregið frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, gætu sumir jöklar í austanverðum Himalajafjöllum misst allt að sjötíu og fimm prósent af rúmmáli sínu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hátt í tveir milljarða manna reiða sig á vatnið Niðurstöðurnar eru slæmar fréttir fyrir þær milljónir manna sem búa í eða við fjallgarðana miklu. Áætlað er að rennsli í tólf fljótum á svæðinu nái hámarki um miðja öldina en síðan dvína, þar á meðal í Ganges, Indus og Mekong. Um 240 milljónir manna sem búa í fjöllunum og um 1,6 milljarðar til viðbótar neðar við árnar í sextán löndum reiða sig á vatnið úr þeim. Jafnvel þó að rennslið aukist næstu áratugina er talið að það birtist frekar í auknum flóðum frekar en stöðugu rennsli. Mörg fjallaþorp reiða sig á jökulvatn og snjóbráð til þess að vökva ræktarland. Það er ekki aðeins flóðahætta sem steðjar af bráðnandi jöklum. Þeir skilja eftir sig jökullón sem geta flætt yfir barma sína og valdið flóðum niður fjalladali. AP-fréttastofan segir að tvö hundruð jökullón séu nú talin hættuleg. Skriðuhætta er einnig talin farin vaxandi. Skýrsluhöfundar segja að breytingar á jöklum, sífrera og snjóbreiðu á svæðinu séu fordæmalausar og að miklu leyti óafturkræfar. Skaðlegra áhrif hlýnunar er þegar farið að gæta í fjöllunum. Fyrr á þessu ári þurfti að rýma fjallabæinn Joshimath á Indlandi þegar hann byrjaði að síga. Fugl lætur sig svífa fyrir framan Everest-fjall, hæsta fjall jarðar.AP/Niranjan Shrestha Njósnamyndir bæta upp fyrir stutta mæliröð Rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum hafa liðið fyrir að þær ná mun skemur aftur í tímann en í Ölpunum eða Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hjálpuðu til með því að aflétta leynd af myndum njósnagervihnatta af jöklum í Himalaja allt frá árinu 1970 fyrir fjórum árum. Skýrsla ICIMOD byggir meðal annars á þeim gögnum. „Þó að þekking á Himalajajöklum jafnist enn ekki á við Alpana þá er hún nú sambærileg við önnur svæði eins og Andesfjöll,“ segir Tobias Bolch, jöklafræðingur við Tækniháskólann í Graz í Austurríki, við Reuters-fréttastofuna. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Himalaja- og Hindu Kush-fjallgarðarnir teygja sig um 3.500 kílómetra í gegnum Afganistan, Bangladess, Bútan, Kína, Indland, Búrma, Nepal og Pakistan. Svæðið er stundum kallað „þriðji póllinn“ því fjallajöklarnir og fannbreiðurnar þar geyma meira ferskvatn en nokkur annar staður á jörðinni utan pólanna tveggja. Alþjóðlegur hópur vísindamanna frá ICIMOD í Katmandú í Nepal segir að hert hafi á bráðnun jökla í fjallgörðunum. Þannig hafi ís bráðnað 65 prósent hraðar á öðrum áratug þessarar aldar en á þeim fyrsta. Við 1,5-2 gráður hlýnun gætu jöklarnir rýrnað um þrjátíu til fimmtíu prósent fyrir aldamót samkvæmt skýrslu stofnunarinnar. Nái hlýnunin þremur gráðum, eins og hún stefnir í ef ekki verður dregið frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, gætu sumir jöklar í austanverðum Himalajafjöllum misst allt að sjötíu og fimm prósent af rúmmáli sínu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hátt í tveir milljarða manna reiða sig á vatnið Niðurstöðurnar eru slæmar fréttir fyrir þær milljónir manna sem búa í eða við fjallgarðana miklu. Áætlað er að rennsli í tólf fljótum á svæðinu nái hámarki um miðja öldina en síðan dvína, þar á meðal í Ganges, Indus og Mekong. Um 240 milljónir manna sem búa í fjöllunum og um 1,6 milljarðar til viðbótar neðar við árnar í sextán löndum reiða sig á vatnið úr þeim. Jafnvel þó að rennslið aukist næstu áratugina er talið að það birtist frekar í auknum flóðum frekar en stöðugu rennsli. Mörg fjallaþorp reiða sig á jökulvatn og snjóbráð til þess að vökva ræktarland. Það er ekki aðeins flóðahætta sem steðjar af bráðnandi jöklum. Þeir skilja eftir sig jökullón sem geta flætt yfir barma sína og valdið flóðum niður fjalladali. AP-fréttastofan segir að tvö hundruð jökullón séu nú talin hættuleg. Skriðuhætta er einnig talin farin vaxandi. Skýrsluhöfundar segja að breytingar á jöklum, sífrera og snjóbreiðu á svæðinu séu fordæmalausar og að miklu leyti óafturkræfar. Skaðlegra áhrif hlýnunar er þegar farið að gæta í fjöllunum. Fyrr á þessu ári þurfti að rýma fjallabæinn Joshimath á Indlandi þegar hann byrjaði að síga. Fugl lætur sig svífa fyrir framan Everest-fjall, hæsta fjall jarðar.AP/Niranjan Shrestha Njósnamyndir bæta upp fyrir stutta mæliröð Rannsóknir á jöklum í Himalajafjöllum hafa liðið fyrir að þær ná mun skemur aftur í tímann en í Ölpunum eða Klettafjöllum í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld hjálpuðu til með því að aflétta leynd af myndum njósnagervihnatta af jöklum í Himalaja allt frá árinu 1970 fyrir fjórum árum. Skýrsla ICIMOD byggir meðal annars á þeim gögnum. „Þó að þekking á Himalajajöklum jafnist enn ekki á við Alpana þá er hún nú sambærileg við önnur svæði eins og Andesfjöll,“ segir Tobias Bolch, jöklafræðingur við Tækniháskólann í Graz í Austurríki, við Reuters-fréttastofuna.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Spá því að þriðjungur ísbreiðu Himalajafjalla muni bráðna Ítarleg rannsókn yfir 200 vísindamanna sem staðið hefur yfir í fimm ár á áhrifum loftslagsbreytinga á svokallað Hindu Kush-Himalaja-svæði (HKH) leiðir í ljós að þriðjungur af ísbreiðu Himalajafjalla mun bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar á næstu 80 árum. 4. febrúar 2019 13:45
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45