
Erlent

Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum.

Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi
Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn.

Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu
Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug.

Johnson sagður hafa skapað menningu fyrir því að brjóta reglur
Nokkur teiti sem voru haldin á stjórnarskrifum og brutu sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins voru afleiðing af menningu þar sem vanvirðing fyrir reglum þótti sjálfsögð sem Boris Johnson, forsætisráðherra, og aðrir háttsettir embættismenn sköpuðu.

Ólíklegt að skotárásin leiði til breytinga
Á meðan Repúblikanar geta tafið mál í bandaríska þinginu og komið í veg fyrir framgang þeirra eru ólíklegt að breytingar verði á skotvopnalöggjöf þar í landi að mati alþjóðastjórnmálafræðings. Skotárásin á barnaskóla í bænum Uvalde í suðurhluta Texas í gær hefur vakið hörð viðbrögð. Fjöldi fólks hefur kallað eftir strangari skotvopnalöggjöf í landinu.

Misst fjögur börn úr vannæringu og komin á spítala með það fimmta
Líklegt er að 1,1 milljón barna í Afganistan undir fimm ára aldri muni þjást af hættulegustu tegund vannæringar á þessu ári, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða tvöföldun frá árinu 2018 en fjöldinn stóð rétt undir milljón barna á seinasta ári.

„Við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur“
Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey hefur tjáð sig um skelfilegu skotárásina sem átti sér stað í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í gær en bærinn er heimabær McConaughey.

Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn
Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins.

Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist
Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við.

Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO
Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn.

Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas
Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala.

Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára
Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum.

Dauðadæmdir menn fá ekki að leita til alríkisdómstóla með ný sönnunargögn
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að fangar sem héldu fram sakleysi sínu gætu ekki lagt fram ný sönnunargögn í málum sínum, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hafi ekki verið fullnægjandi vegna vanhæfra lögmanna.

Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas
Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna.

Tedros endurkjörinn framkvæmdastjóri WHO
Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins.

Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára
Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra.

Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens.

Mun meira um leifar hættulegs skordýraeiturs á ferskum ávöxtum
Mengun af völdum skordýraeiturs í ferskum ávöxtum í Evrópu hefur aukist verulega á síðustu tíu árum ef marka má rannsókn sem nær yfir níu ára tímabil.

Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi
Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi.

Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri
Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári.

Fyrsta tilfellið af apabólu staðfest í Danmörku
Danska heilbrigðisráðuneytið sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom búið væri að staðfesta fyrsta tilfellið af apabólu í landinu.

Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini
Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar.

Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd
Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn.

Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu
Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni.

Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn
Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick.

Segir heiminn á vendipunkti
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti.

Belgar fyrstir til að koma á skyldusóttkví vegna apabólu
Belgar hafa fyrstir þjóða tilkynnt um skyldubundna sóttkví í 21 dag fyrir þá sem greinast með apabólu. Fjögur tilfelli greindust í Belgíu í síðustu viku.

Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti um helgina að hefja ætti aftur æfingar fyrir fyrsta geimskot Space Launch System-eldflaugarinnar. Það eigi að gerast snemma í næsta mánuði en samskonar æfingu var hætt í byrjun apríl vegna bilana.

Rekja apabólusmit til kynsvalls á reifum í Evrópu
Sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) segir mögulegt að apabólusmit sem hafa komið upp megi rekja til áhættusamrar kynhegðunar á tveimur stórum reiftónlistarhátíðum í Evrópu.

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar
Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.