Bannað að leigja ferðamönnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2023 16:30 Graca-hverfið í Lissabon. Útleiga íbúða til ferðamanna hefur lamað miðborgarkjarna margra stórborga á Íberíuskaganum og nú hafa stjórnvöld margra borga blásið til gagnsóknar til að laða innfædda inn í borgirnar á ný. Jorge Mantilla/Getty Images Fasteignaverð í Portúgal er í hæstu hæðum og láglaunafólk hefur ekki lengur ráð á þaki yfir höfuðið. Meirihlutastjórn sósíalista hefur kynnt róttækar aðgerðir til að snúa þessari þróun við. Auðar íbúðir verða teknar traustataki, leiguþak verður sett á og bannað verður að leigja húsnæði út til ferðamanna. Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði. Portúgal Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Húsnæðisskortinum í Portúgal má nánast líkja við neyðarástand. Fasteignaverð í höfuðborginni, Lissabon, er nú hærra en í stórborgum á borð við Mílanó, Madrid eða Barcelona, þrátt fyrir að meðallaun þar séu talsvert lægri. Sama má segja um leiguverð. Ráðist að vandanum Ástandið hefur verið slæmt og farið stigversnandi um margra ára skeið, en nú hefur ríkisstjórn sósíalista undir forsæti António Costa ákveðið að láta sverfa til stáls og hefur kynnt margþættar aðgerðir sem ætlað er að lækka fasteigna- og leiguverð í landinu. Umdeildasta aðgerðin er að heimila að auðar íbúðir verði leigðar út, að eigandanum forspurðum. Í landinu eru nú hvorki fleiri né færri en 723.215 auðar íbúðir. Tillögurnar fela í sér að ríkið tekur að sér að leigja þær til fimm ára, sett verður leiguþak þannig að leigjendur greiða aldrei meira en 35% af ráðstöfunartekjum sínum og íbúðareigandinn fær peningana. Þak sett á leiguverð Enn fremur verður sett þak á leiguverð nýrra íbúða, sem ekki hefur verið til staðar síðan 1985 þegar það var gefið frjálst. Nú verður bannað að hækka leiguverð umfram launa- og verðbólguþróun. Forsætisráðherrann segir að verið sé að leita jafnvægis á milli þarfa almennings og hagþróunar í landinu. Þá verða nýjar íbúðir til útleigu til erlendra ferðamanna bannaðar. Útleiga til ferðamanna á stóran þátt í að fasteignaverð hefur hækkað svo gríðarlega í landinu, en nú eru rúmlega 100.000 íbúðir í Portúgal skráðar sem leiguíbúðir fyrir erlenda ferðamenn. Dregið úr útleigu til ferðamanna En það er víðar en í Portúgal sem gripið er til aðgerða gegn útleigu íbúða til ferðamanna. Dómstóll á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi úrskurðaði á dögunum að hér eftir yrði óheimilt að leigja út íbúðir í fjölbýlishúsum til ferðamanna. Eingöngu má nú leigja út rað- eða einbýlishús til ferðamanna. Þar hefur orðið svo mikil sprenging á leigumarkaðnum til ferðamanna að almennt leiguverð á eyjunni er orðið með því hæsta sem gerist á gjörvöllum Spáni. Fyrir vikið er nú alvarlegur skortur á kennurum og heilbrigðisstarfsfólki á Mallorca, þar sem það ræður ekki við að leigja sér venjulegar íbúðir á uppsprengdu verði.
Portúgal Spánn Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira