Í ályktun þingsins, sem er óbindandi, var kallað eftir því að Rússar kölluðu allt sitt herlið frá Úkraínu og létu af ölum átökum. Sjö þjóðir greiddu atkvæði gegn tillögunni, þar á meðal Rússar, en 141 greiddi tillögu með henni. Kína, sem Bandaríkjastjórn hefur sagst hafa grunaða um að ætla sér að veita Rússum aukinn stuðning í formi vopna, var á meðal 32 þjóða sem sátu hjá.
Indland, Íran og Suður-Afríka voru einnig á meðal þjóða sem ekki tóku afstöðu til tillögunnar.
Á morgun er liðið ár frá innrás Rússa í Úkraínu og því má telja ályktunina nokkuð táknræna, þar sem litlar líkur eru á að rússnesk stjórnvöld láti efni hennar sig nokkru varða.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar skýrt merki þess að Rússar verði að láta af árásum á Úkraínu og að virða verði landhelgi landsins.
„Ári eftir að Rússar gerðu allsherjar innrás, er stuðningur alþjóðasamfélagsins við Úkraínu enn mikill,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Kuleba.
