Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Formaður KSÍ segir fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það blasi illa við sambandinu að troða eigi áformunum í gegnum kerfið. Innlent 9.5.2025 23:32
Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Innlent 9.5.2025 21:58
Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. Innlent 9.5.2025 20:50
„Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. Innlent 9.5.2025 15:30
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. Innlent 9.5.2025 15:15
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Brotist var inn í fjölda bíla í Laugardal aðfaranótt fimmtudags og eigum margra íbúa stolið. Sömu nótt náðist myndband af konu reyna að fara inn í bíla við Rauðalæk. Einn íbúi segir innbrotin lýsa stærri vanda og annar furðar sig á því að taka megi upp myndbönd af húsum fólks í tíma og ótíma. Innlent 9.5.2025 14:38
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur gagnastuld úr sínum fórum þá er hann starfaði sem sérstakur saksóknari ekki vera ástæðu til þess að hann segi starfi sínu lausu eða stígi til hliðar. Innlent 9.5.2025 14:32
Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku „Bændur eru vanir vorflóðum úr Héraðsvötnum en þetta var einstaklega mikið núna,“ segir Guðrún Helga Jónsdóttir, bóndi á Miðhúsum í Skagafirði. Héraðsvötn flæddu í gær yfir tún sem bændur voru nýbúnir að eyða tíma og fjármunum í sáningu en svo flæddi yfir. „Það fór vatn upp að Hegranesi sem er ekki vanalegt og hjá mér fór vatn alveg upp að vegi,“ segir Guðrún. Innlent 9.5.2025 14:24
Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum. Innlent 9.5.2025 14:12
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Innlent 9.5.2025 13:24
Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. Innlent 9.5.2025 13:24
Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. Innlent 9.5.2025 12:53
Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni. Innlent 9.5.2025 12:17
Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni saksóknaranna sem legið hafa undir ámæli um slæleg vinnubrögð þegar tveir þáverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara komust upp með að stela trúnaðargögnum frá embættinu fyrir rúmum áratug. Innlent 9.5.2025 11:41
Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur lagst yfir hlerunar- og gagnastuldsmálið og hann segir ótvírætt að þar beri ríkissaksóknari og þáverandi sérstakur saksóknari ábyrgð. Þeim beri að víkja við rannsókn málsins. Innlent 9.5.2025 11:36
„Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun. Innlent 9.5.2025 10:21
Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Flugstjóri og flugmaður tyrkneskrar farþegaþotu sem lenti í alvarlegri ókyrrð yfir Íslandi árið 2023 tókust óafvitandi á um stjórn vélarinnar. Sjö manns um borð slösuðust í ókyrrðinni. Viðbrögð áhafnarinnar var talin orsök atviksins en bæði Veðurstofa Íslands og Isavia fengu tilmæli um umbætur vegna þess. Innlent 9.5.2025 09:37
Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Innlent 9.5.2025 09:10
Skilríkjalaus og með fíkniefni Lögregluþjónar höfðu í gærkvöldi afskipti af manni sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Hann var ekki með skilríki og var því ekki hægt að staðfesta hver hann væri. Var hann því vistaður í fangageymslu á meðan mál hans er rannsakað. Innlent 9.5.2025 06:47
„Hún er albesti vinur minn“ Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Innlent 8.5.2025 23:58
Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Innlent 8.5.2025 23:43
„Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sigurbjörn Árni Arngrímsson sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Niceair, um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknara vegna gagnaþjófnaðar frá embættinu. Þorvaldur kalli eftir ábyrgð stjórnenda en hafi sjálfur ekki axlað ábyrgð þegar flugfélag hans fór í þrot. Innlent 8.5.2025 23:34
„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. Innlent 8.5.2025 22:45
Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Innlent 8.5.2025 22:14