Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Dómsmálaráðherra hyggst tempra kraftmikla fólksfjölgun til landsins með nýjum og strangari reglum um dvalarleyfi. Fólksfjölgun á Íslandi hafi verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og sé að stærstum hluta borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Innlent 5.8.2025 11:26
Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Hæstaréttarlögmaður segir að ferðamaður sé á eigin ábyrgð þegar hann gengur til leiks við íslenska náttúru. Hann kveðst ósammála fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveður ríkið mögulega skaðabótaskylt vegna banaslyss í Reynisfjöru, þar sem níu ára stúlka frá Þýskalandi fórst í sjónum á laugardag. Innlent 5.8.2025 10:57
Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Ekið var á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Innlent 5.8.2025 08:04
Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Innlent 4.8.2025 20:05
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4.8.2025 19:39
„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. Innlent 4.8.2025 19:22
Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Upp úr hádegi í dag féll gosóróinn frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni mjög snögglega niður og hefur verið mjög lítill síðan þá. Innlent 4.8.2025 18:42
Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sigurður Björnsson, tenór og einn þekktasti óperusöngvari landsins, er látinn níutíu og þriggja ára að aldri. Innlent 4.8.2025 18:18
Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis landsins. Hann telur greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins mikið áhyggjuefni. Hann kallar eftir umræðu og viðbrögðum ráðamanna. Innlent 4.8.2025 18:10
„Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Íbúi á Stöðvarfirði segir alvarlegt að Stöðfirðingar hafi ekki verið upplýstir strax um gerlamengun í neysluvatni. Fólki finnist það ekki geta treyst sveitarfélaginu til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og ábyrgðinni sé varpað á íbúa. Innlent 4.8.2025 16:32
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. Innlent 4.8.2025 15:09
Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi „Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur í fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gott dæmi um það sé sandur, sem er breytt í steinull, sem seld er til Færeyja. Innlent 4.8.2025 14:04
Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Nokkrir íbúar á Stöðvarfirði hafa fengið magapest vegna gerlamengunar sem mældist í neysluvatninu. Oddviti minnihlutans segir óheppilegt að upplýsingagjöf hafi verið ábótavant og væntir þess að málið sé í hæsta forgangi hjá framkvæmdavaldinu. Innlent 4.8.2025 13:45
Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag. Innlent 4.8.2025 12:22
Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda. Fjallað verður um álið í hádegisfréttum. Innlent 4.8.2025 11:51
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. Innlent 4.8.2025 11:02
Allir blása í Landeyjahöfn Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu. Innlent 4.8.2025 10:57
Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Gegnum tíðina hafa verslunarmenn yfirleitt lokað verslunum sínum á frídegi verslunarmanna en sú venja virðist á undanhaldi. Bónus lokar öllum verslunum sínum í dag en flestar aðrar matvöruverslanir eru með venjulegan opnunartíma. Innlent 4.8.2025 10:49
Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 4.8.2025 10:42
Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Bæði Hálslón og Þórisvatn, stærstu uppistöðulón Landsvirkjunnar, fylltust í nótt. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Þórisvatn fyllist. Innlent 4.8.2025 10:28
Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Innlent 4.8.2025 09:05
Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Innlent 4.8.2025 07:27
Einn handtekinn vegna líkamsárasar Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna en lögregla vistaði viðkomandi í fangageymslu vegna rannsókn málsins. Innlent 4.8.2025 07:25
Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Gasmengun og gosmóða mældist í litlu mæli í Hvalfirði í gær og í nótt. Nokkur gosmóða mældist þá í Vík í Mýrdal. Enn er hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraun eldgossins við Sundhnúksgíga. Innlent 4.8.2025 07:13