Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Ögmundur Ísak Ögmundsson hefur verið ráðinn starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur starfað á sviði miðlunar, síðustu ár hjá Nóa Siríus en samhliða því sinnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 30.10.2025 21:53
Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Formaður reiðhjólabænda segir ekki mikið hafa mátt útaf bregða í gær þegar ökumaður keyrði utan í hjólreiðamann í Grafarvogi. Hann segir viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg en að samskipti þessara tveggja hópa gætu verið betri. Innlent 30.10.2025 21:30
Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra. Innlent 30.10.2025 21:07
Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar. Innlent 30.10.2025 15:55
Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Átta jarðskjálftar hafa mælst við Bláa lónið á Reykjanesi síðan klukkan 10:15 í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir að fylgst sé grannt með og verið að lesa í gögn. Engin merki séu þó um gosóróa. Innlent 30.10.2025 14:37
Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna. Innlent 30.10.2025 13:21
Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri er ósammála dómsmálaráðherra um að atkvæðamisvægi gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum um mannréttindi. Taka þurfi tilliti til ýmissa atriða þegar þetta er til umræðu, svo sem strjálbýlis. Innlent 30.10.2025 13:11
Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Aukin jaðarsetning innflytjenda getur haft áhrif á afbrotahegðun þeirra segir afbrotafræðingur. Ungir innflytjendur hérlendis upplifi almennt minni jaðarsetningu heldur en í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndunum. Innlent 30.10.2025 12:25
Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. Innlent 30.10.2025 11:47
Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu verðbólgutölurnar sem birtar voru í morgun. Innlent 30.10.2025 11:36
Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Innlent 30.10.2025 11:31
Séra Flosi Magnússon fallinn frá Séra Flosi Magnússon, fyrrverandi prófastur og sveitarstjóri á Bíldudal, lést á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð þann 11. október síðastliðinn. Innlent 30.10.2025 11:14
Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Innlent 30.10.2025 10:38
Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Innlent 30.10.2025 10:38
„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Innlent 30.10.2025 10:24
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Innlent 30.10.2025 10:03
„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur. Innlent 30.10.2025 09:29
Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir húsnæðispakkann, sem ríkisstjórnin kynnti í gær, tímamótapakka. Hún vonast til að geta séð byggingakrana í Úlfarsárdal, þar sem reisa á fjögur þúsund íbúðir, strax á næsta ári. Innlent 30.10.2025 09:22
Reikna með flughálum vegum Það mun hlýna í nótt og á morgun og um tíma verða margir vegir flughálir þegar blotnar í þjöppuðum snjónum. Reiknað er með að hláni strax í kvöld suðaustanlands. Innlent 30.10.2025 08:43
Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Innlent 30.10.2025 08:35
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. Innlent 30.10.2025 08:01
Engar uppsagnir í farvatninu Enn sem komið er eru engin áform uppi um uppsagnir starfsmanna Norðuráls á Grundartanga, þrátt fyrir alvarlega bilun sem kom upp í verksmiðjunni í síðustu viku. Þá stendur ekki annað til en að verksmiðjan verði rekin á fullum afköstum þegar viðgerðum hefur verið lokið. Innlent 30.10.2025 06:54
Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku. Innlent 30.10.2025 06:39
Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut. Innlent 29.10.2025 23:26