Innlent Ísdrottningin safnar undirskriftum til að komast á Bessastaði Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, er byrjuð að safna meðmælum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum. Þetta má sjá á vefnum Ísland.is, en þegar þetta er skrifað eru 25 að safna meðmælum. Innlent 17.3.2024 22:54 Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. Innlent 17.3.2024 19:48 Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Innlent 17.3.2024 19:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.3.2024 18:23 Ætti að vera í kirkju en skoðar hraunið í staðinn „Það er sunnudagur. Maður ætti að vera í kirkju, en svo er maður hér,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamaður hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur við hraunjaðarinn ásamt fleiri vísindamönnum að safna sýnum úr hrauninu sem hefur runnið síðan í gærkvöldi. Innlent 17.3.2024 18:17 Telur ólíklegt að hraunið nái að Suðurstrandarvegi Verkfræðingur hjá Eflu segir ólíklegt að hraunrennsli nái að Suðurstrandavegi og út í sjó. Aðeins voru um 150 metrar í að hrauntungan sem rann í vesturátt að Svartsengi næði að hitaveitulögn, en rennslið virðist hafa stöðvast. Innlent 17.3.2024 16:59 Hraunið færist nær Suðurstrandarvegi Náttúruvásérfræðingur á von á því að hraun nái út í sjó áður en langt um líður. Hann segir mikilvægt að benda á að engum sé hollt að dvelja nálægt þegar það gerist, þar sem hættulegar gastegundir kunni að myndast. Hraun rennur rennur um tuttugu metra á klukkustund. Innlent 17.3.2024 15:08 „Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Innlent 17.3.2024 13:39 Þurfi að hafa samúð með starfsfólki Veðurstofunnar Jarðeðlisfræðingur segir greinilegt að fyrirvarinn á eldgosum í Sundhnjúkagígaröðinni fari minnkandi og merkin að verða ógreinilegri. Gossprungan milli Hagafells og Stóra-Skógfells opnaðist einungis örfáum mínútum eftir að Veðurstofan tilkynnti um aukna jarðskjálftavirkni og landbreytingar sem bentu til þess að kvikuhlaup gæti fljótlega hafist. Innlent 17.3.2024 13:24 „Nú er allt orðið vel smurt“ Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi. Innlent 17.3.2024 13:00 Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Innlent 17.3.2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. Innlent 17.3.2024 12:27 Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. Innlent 17.3.2024 12:09 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Innlent 17.3.2024 12:02 Bein útsending: Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur Blaðamannafundur sem Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til hefst í Grósku í Vatnsmýri klukkan 12 í dag. Innlent 17.3.2024 11:01 Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið. Innlent 17.3.2024 10:34 Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Innlent 17.3.2024 10:29 Byrjað að flæða úr tjörninni Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi. Innlent 17.3.2024 10:26 Sjáðu aukafréttatímann vegna eldgossins í heild sinni Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni. Innlent 17.3.2024 10:03 Eldgos, innflytjendur og Grindavík í Sprengisandi Eldgosið á Reykjanesi verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson ræðir fyrst við þá Ara Trausta og Pál Einarsson, jarðvísindamenn. Innlent 17.3.2024 09:32 Eldgosið í nótt í myndum Svo virðist sem að dregið hafi töluvert úr gosvirkni í nótt og í morgun en þegar mest var, var hraunflæðið við Grindavík mikið. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og fór einnig í átt að Suðurstrandaveg. Innlent 17.3.2024 08:26 Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. Innlent 17.3.2024 06:58 Rafmagn tekið af Grindavík Rafmagn var tekið af í Grindavík rétt í þessu en á vefmyndavélum sést að ljós í bænum hafa slokknað. Innlent 17.3.2024 01:19 Fylgst með Íslandi úr öllum áttum Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla. Innlent 16.3.2024 23:46 Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. Innlent 16.3.2024 23:19 Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. Innlent 16.3.2024 23:04 Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 22:35 Þúsundir fylgjast með bandaríska jarðfræðingnum Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey er mikill áhugamaður um eldgos og jarðhræringar á Íslandi. Þegar gýs er hann fljótur að kveikja á vefmyndavél Vísis, rýna í gögnin og sýna frá öllum saman á YouTube. Innlent 16.3.2024 22:32 „Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Innlent 16.3.2024 22:23 Bein útsending: Enn gýs í grennd við Grindavík Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra-Skógfells norðan Grindavíkur klukkan 20:23 í kvöld. Örfáir Grindvíkingar yfirgáfu bæinn og Bláa lónið var rýmt með hraði. Innlent 16.3.2024 21:54 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Ísdrottningin safnar undirskriftum til að komast á Bessastaði Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, er byrjuð að safna meðmælum fyrir forsetaframboð í komandi kosningum. Þetta má sjá á vefnum Ísland.is, en þegar þetta er skrifað eru 25 að safna meðmælum. Innlent 17.3.2024 22:54
Grindvíkingar búi í óvissu þrátt fyrir tölfræðileiki „Þetta hlýtur að vera mjög erfitt. Það er erfitt að setja sig spor þessa fólks að horfa enn og aftur upp á þetta. En þetta er það sem má búast við,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, um þá erfiðu stöðu sem Grindvíkingar séu í vegna enn eins eldgossins. Innlent 17.3.2024 19:48
Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr. Innlent 17.3.2024 19:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Verulega hefur dregið úr virkni eldgossins sem hófst norðan Grindavíkur í gærkvöldi en hraun rennur þó áfram í átt til sjávar. Kristján Már Unnarsson fer yfir stöðuna við gosstöðvarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 17.3.2024 18:23
Ætti að vera í kirkju en skoðar hraunið í staðinn „Það er sunnudagur. Maður ætti að vera í kirkju, en svo er maður hér,“ segir Olgeir Sigmarsson, jarðvísindamaður hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu þegar hann var staddur við hraunjaðarinn ásamt fleiri vísindamönnum að safna sýnum úr hrauninu sem hefur runnið síðan í gærkvöldi. Innlent 17.3.2024 18:17
Telur ólíklegt að hraunið nái að Suðurstrandarvegi Verkfræðingur hjá Eflu segir ólíklegt að hraunrennsli nái að Suðurstrandavegi og út í sjó. Aðeins voru um 150 metrar í að hrauntungan sem rann í vesturátt að Svartsengi næði að hitaveitulögn, en rennslið virðist hafa stöðvast. Innlent 17.3.2024 16:59
Hraunið færist nær Suðurstrandarvegi Náttúruvásérfræðingur á von á því að hraun nái út í sjó áður en langt um líður. Hann segir mikilvægt að benda á að engum sé hollt að dvelja nálægt þegar það gerist, þar sem hættulegar gastegundir kunni að myndast. Hraun rennur rennur um tuttugu metra á klukkustund. Innlent 17.3.2024 15:08
„Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Innlent 17.3.2024 13:39
Þurfi að hafa samúð með starfsfólki Veðurstofunnar Jarðeðlisfræðingur segir greinilegt að fyrirvarinn á eldgosum í Sundhnjúkagígaröðinni fari minnkandi og merkin að verða ógreinilegri. Gossprungan milli Hagafells og Stóra-Skógfells opnaðist einungis örfáum mínútum eftir að Veðurstofan tilkynnti um aukna jarðskjálftavirkni og landbreytingar sem bentu til þess að kvikuhlaup gæti fljótlega hafist. Innlent 17.3.2024 13:24
„Nú er allt orðið vel smurt“ Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi. Innlent 17.3.2024 13:00
Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. Innlent 17.3.2024 12:41
Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. Innlent 17.3.2024 12:27
Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. Innlent 17.3.2024 12:09
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Innlent 17.3.2024 12:02
Bein útsending: Blaðamannafundur Höllu Tómasdóttur Blaðamannafundur sem Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til hefst í Grósku í Vatnsmýri klukkan 12 í dag. Innlent 17.3.2024 11:01
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið. Innlent 17.3.2024 10:34
Hrauntungan 100 metrum frá Njarðvíkuræðinni Sviðsstjóri almannavarna segir enn töluvert hraunrennsli úr eldgosinu sem hófst í gærkvöldi. Hætta er á gufusprengingum og gasmengun nái hraunið út í sjó. Vindur og úrkoma verði þó líklega til þess að það dreifist mjög hratt úr því og ekki stafi hætta af, nema þá staðbundin. Innlent 17.3.2024 10:29
Byrjað að flæða úr tjörninni Enn flæðir hraun úr sprungunni á Reykjanesi, þó dregið hafi úr virkni þar og hraunflæði. Hraunið flæðir í tvær áttir, til vesturs í átt að Grindavíkurvegi, þar sem hraunið hefur farið yfir veginn og nálgast Njarðvíkuræð, og til suðurs í átt að Suðurstrandavegi. Innlent 17.3.2024 10:26
Sjáðu aukafréttatímann vegna eldgossins í heild sinni Aukafréttatími vegna eldgossins á Reykjanesskaga verður í beinni útsendingu klukkan 12 á Stöð 2, Stöð 2 Vísi, Vísi og á Bylgjunni. Innlent 17.3.2024 10:03
Eldgos, innflytjendur og Grindavík í Sprengisandi Eldgosið á Reykjanesi verður til umfjöllunar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Kristján Kristjánsson ræðir fyrst við þá Ara Trausta og Pál Einarsson, jarðvísindamenn. Innlent 17.3.2024 09:32
Eldgosið í nótt í myndum Svo virðist sem að dregið hafi töluvert úr gosvirkni í nótt og í morgun en þegar mest var, var hraunflæðið við Grindavík mikið. Hraun flæddi yfir Grindavíkurveg og fór einnig í átt að Suðurstrandaveg. Innlent 17.3.2024 08:26
Vaktin: Meiri gasmökkur nú en í öllum hinum gosunum Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. Innlent 17.3.2024 06:58
Rafmagn tekið af Grindavík Rafmagn var tekið af í Grindavík rétt í þessu en á vefmyndavélum sést að ljós í bænum hafa slokknað. Innlent 17.3.2024 01:19
Fylgst með Íslandi úr öllum áttum Fjölmiðlar um allan heim fjalla um gosið sem hófst milli stóra Skógfells og Hagafells í kvöld. Þó virðist áhugi sumra miðla minni en á síðustu gosum sem voru í kastljósi fjölmiðla. Innlent 16.3.2024 23:46
Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. Innlent 16.3.2024 23:19
Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. Innlent 16.3.2024 23:04
Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu. Innlent 16.3.2024 22:35
Þúsundir fylgjast með bandaríska jarðfræðingnum Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey er mikill áhugamaður um eldgos og jarðhræringar á Íslandi. Þegar gýs er hann fljótur að kveikja á vefmyndavél Vísis, rýna í gögnin og sýna frá öllum saman á YouTube. Innlent 16.3.2024 22:32
„Ég væri heima núna ef ég mætti það“ Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. Innlent 16.3.2024 22:23
Bein útsending: Enn gýs í grennd við Grindavík Eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra-Skógfells norðan Grindavíkur klukkan 20:23 í kvöld. Örfáir Grindvíkingar yfirgáfu bæinn og Bláa lónið var rýmt með hraði. Innlent 16.3.2024 21:54