Innlent

Segja gloppu í kerfinu

Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. 

Innlent

Líf­eyris­sjóðir þráist við

Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag.

Innlent

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um fund samninganefndar Alþýðusambands Íslands sem kom saman í morgun til að ræða hvort gera skuli hlé á samningaviðræðum við SA. 

Innlent

Rann­sókn mann­dráps­málsins á Sel­fossi á loka­metrunum

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann.

Innlent

Hættir hjá Geisla­vörnum eftir 38 ára starf

Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Innlent

Lög­regla skoðar að senda full­trúa út

Lögreglan á von á skýrslu frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í næstu viku er varðar rannsókn þeirra á hvarfi Magnúsar Kristins Magnússonar í Dóminíska lýðveldinu í september á þessu ári. Ekkert hefur heyrst frá Magnúsi síðan í september. 

Innlent

Keyrt á vara­afli í Grinda­vík í dag

Varaaflsvélar Landsnets munu sjá Grindavík fyrir rafmagni í dag þar sem orkuverið í Svartsengi verður tekið út vegna framkvæmda við uppsetningu nýs masturs í Svartsengislínu við varnargarðana.

Innlent

Of snemmt að ræða það að hleypa Grind­víkingum heim

Fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru til Grindavíkur í dag að meta aðstæður þar. Jarðeðlisfræðingur segir sláandi að sjá hvernig jarðhræringar hafa farið með heimili Grindvíkinga. Þá segir hann of snemmt að ræða það að hleypa íbúum aftur heim.

Innlent

Segir ríkis­stjórnina skila auðu í bar­áttunni við verð­bólguna

Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs.

Innlent

„Ég get ekki lifað án fjöl­skyldu minnar“

Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann.

Innlent

Forystuærin Flug­freyja í upp­á­haldi hjá Guðna

Forystuærin Flugfreyja er í miklu uppáhaldi hjá Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem á hana. Flugfreyja á þrjú lömb, sem bera öll nöfn bresku konungsfjölskyldunnar eða Karl, Camilla og Díana. Fréttamaður hitti Guðna og forystuféð hans í fjárhúsi í Flóanum.

Innlent

Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út

Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hælisleitandinn Hussein Hussein segist óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla hjálp við athafnir daglegs lífs. Honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar. Við hittum Hussein og fjölskyldu hans í kvöldfréttum klukkan 18:30.

Innlent

Til skoðunar hvort bilun eða mis­tök hafi valdið skaðanum

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar.

Innlent

Mál­ Eddu Bjarkar ratar í pontu Al­þingis

Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga.

Innlent