Innlent

Ellert Ei­ríks­son er látinn

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag.

Innlent

„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karl­mönnum“

Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu.

Innlent

Vaktin: Raf­magn komið á ný

Um það bil 400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesi frá því á miðnætti. Stefnt er að því að halda áfram að hleypa Grindvíkinum heim til sín í dag til að bjarga því sem bjargað verður.

Innlent

Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna

Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir.

Innlent

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar biðu í röðum eftir að komast heim til að sækja nauðsynjar í dag. Margir hverjir eru gagnrýnir á skipulag almannavarna við að hleypa fólki og fyrirtækjum inn í bæinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa í röðinni, þar á meðal hjón sem voru að reyna í fjórða sinn.

Innlent

Hjól barnanna tekin ó­frjálsri hendi um miðja nótt í Grinda­vík

Rakel Lilja Halldórsdóttir, þriggja barna móðir og nuddari í Grindavík, segist aldrei hafa reiknað með að þurfa að hafa áhyggjur af þjófnaði við heimili sitt. Á eftirlitsmyndavél við hús hennar í Grindavík sáust ungir karlmenn taka reiðhjól sona hennar ófrjálsri hendi og skila þeim svo hlæjandi tuttugu mínútum síðar.

Innlent

„Ég fór að gráta með henni“

Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni.

Innlent

Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum

Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf.

Innlent

Páll Óskar og Úlfur Úlfur troða upp til styrktar Palestínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til samstöðutónleika fyrir Palestínu í Gamla Bíó fimmtudaginn 16. nóvember þar sem fram koma Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Cyber og JDFR. Allur ágóði rennur til hjálparsamtaka á Gaza. Þá er efnt til góðgerðarhlaðborðs að morgni fimmtudags.

Innlent

„Þetta tekur mjög á“

Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram að fjalla um hamfarirnar í Grindavík en hluta íbúanna var hleypt inn á svæðið í morgun. 

Innlent

„Þetta gæti hlaupið á tugum hillumetra af skjölum“

Starfsfólk Þjóðskjalasafns og Grindavíkurbæjar ætlar að reyna að bjarga sem mestu af skjölum bæjarins í dag. Í forgangi eru skjöl er varða lóðir, barnavernd og fatlaða einstaklinga. Um mjög mikið magn er að ræða að mati skjalavarðar Þjóðskjalasafns. 

Innlent