Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:02 Magnea Arnardóttir hefur fengið nóg og sagði upp starfi sínum á leikskólanum Rauðhóli í dag. Vísir/Einar Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea. Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea.
Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira