Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum reiknar með að upp úr hádegi muni hann tilkynna um nýtt og breytt fyrirkomulag aðgengis fyrir Grindvíkinga en fyrirkomulagið verður þó óbreytt út daginn í dag.

Innlent

Heyrnar­tæki ó­heyri­lega dýr á Ís­landi

Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig.

Innlent

„Katrín sagðist ætla að grípa okkur“

Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og kennari, segir síðustu mánuði hafa verið ótrúlega rússibanareið. Framtíð Grindvíkinga sé enn óráðin en að það sé nú komið fram frumvarp um húsnæðisstuðning sem þurfi þinglega meðferð en muni vonandi leysa úr einhverri óvissu. 

Innlent

Blautt í veðri

Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og þá verða skúrir sunnan- og vestanlands. Norðanlands er lítilsháttar súld á köflum framan af degi en eftir hádegi birtir þar til.

Innlent

„Við höfum fullan hug á því að fara inn“

„Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. 

Innlent

Þeir sem sendu á­bendingarnar verði að stíga fram

Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist.

Innlent

Úlfar segir af eða á í þessari viku

Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um brottflutning úr Grindavík vegna hættumats rennur úr gildi á miðnætti. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fær því vald á til að segja af eða á um aðgang að bænum í þessari viku, eða gera breytingar á fyrirkomulaginu. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum allsstaðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra til þess að flytja hana heim. 

Innlent

Féll í gjá í Heið­mörk

Kona féll í sprungu í Heiðmörk í dag. Hún mun hafa verið á Búrfellsgjár gönguleiðinni þegar hún féll og voru björgunarsveitir frá Garðabæ og Hafnarfirði sendar á vettvang.

Innlent

„Þetta er full­kom­lega ó­eðli­legt“

Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum.

Innlent

Miklar fram­kvæmdir í Hvera­gerði og allt að gerast

Það er engin lognmolla í Hveragerði um þessar mundir því þar eru miklar framkvæmdir í gangi og mikið byggt. Til að mynda á að fara að byggja nýjan leikskóla og þá er verið að stækka grunnskólann og íþróttahúsið svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Unnið er dag og nótt að því að staðsetja leka á lögn sem flytur heitt vatn til Grindavíkur. Samskiptastjóri HS Veitna segir ómögulegt að segja til um hversu skemmd lögnin er en helmingur vatnsins tapast á leiðinni til bæjarins.

Innlent

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Innlent

Á annarri hendi í gegnum lífið eftir hræði­legt slys

Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti af henni hægri handlegginn ofan við olnboga og lífið varð aldrei samt. Síðan er liðin tæplega hálf öld og Ingibjörg segir málið óuppgert enda átti að vera óhugsandi að slysið myndi gerast hefði öryggisbúnaður notaður. 

Innlent

Ók á gang­stéttum og stígum á flótta undan lög­reglu

Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu.

Innlent