Innlent

Far­þegi stúts brást reiður við af­skiptum lög­reglu

Samúel Karl Ólason skrifar
7V0A0164
Vísir/vilhelm

Lögregluþjónar stöðvuðu í nótt ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum áfengis. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Manninum var sleppt eftir sýnatöku og hefðbundið ferli en farþegi sem var með honum í bílnum var þó handtekinn og vistaður á lögreglustöð.

Samkvæmt dagbók lögreglu hafði sá brugðist illa við afskiptum lögreglu, var í slæmu ástandi og neitað að gefa upp nafn og kennitölu.

Annar ökumaður var einnig stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá reyndist einnig próflaus þar sem hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Svipað átti við í tilfellum að minnsta kosti þremur annarra ökumanna sem voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir höfðu verið sviptir ökuréttindum áður.

Þá handtóku lögregluþjónar ofurölvi mann sem hafði ráðist á dyraverði í miðbænum. Hann var einnig vistaður í fangageymslu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×