Innlent

Skrif­stofu­stjórinn fær ekki milljónirnar 24

Fyrrverandi skrifstofustjóri fær ekki tæpar 24 milljónir króna sem Landsréttur hafði dæmt honum vegna niðurlagningar á stöðu hans. Hæstiréttur telur ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að staðan hefði verið lögð niður gagngert til að losna við skrifstofustjórann.

Innlent

„Hafi eitt­hvað borið í milli, þá bar í milli þar“

Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn.

Innlent

Vinnan sé seld langt undir kostnaðar­verði

Formaður Rithöfundasambands Íslands segir hvorki rithöfunda né útgefendur græða á samningum við Storytel. Vinna þeirra væri seld langt undir kostnaðarverði. Rithöfundasambandið leitar til lögfræðinga vegna mikillar óánægju innan starfsstéttarinnar.

Innlent

Gert að greiða leigu fyrir af­not af „Hafnar­fjarðar­hreysinu“

Kærunefnd húsamála hafnaði í dag kröfu konu um að leigusali skyldi endurgreiða henni leigu sem nemur 800 þúsund krónum sem hún greiddi fyrir leigu frá 1. desember í fyrra þar til 1. mars á þessu ári. Nefndin samþykkti á sama tíma kröfu leigusalans um að konan greiði honum mánaðarleigu sem hún skuldi auk 65 þúsund króna sem vantaði upp á einn mánuðinn.

Innlent

„Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“

Formenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins segjast vel geta hugsað sér að vinna saman að því að gera úrbætur á húsnæðismarkaði í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta er meðal þess sem kom fram í líflegum rökræðum um húsnæðismál í kosningapallborðinu á Vísi í dag. Þar sakaði Kristrún Frostadóttir hins vegar formann Framsóknarflokksins um aðgerðarleysi á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson sagði Samfylkinguna í megin dráttum hafa tekið upp stefnu Framsóknar í húsnæðismálum.

Innlent

„Kennarasambandi Ís­lands blöskrar af­staða við­semj­enda sinna“

Baráttufundur Kennarasambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld standi við gerða samninga og tryggi að laun félagsfólks Kennarasambandsins standist samanburð við laun sérfræðinga á almennum markaði. Þetta kemur fram í ályktun frá Kennarasambandinu í kjölfar baráttufundar sambandsins í Háskólabíó í kvöld.

Innlent

„Hann kemur marg­falt sterkari til leiks núna”

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða.

Innlent

Fleiri konur mættu í krabba­meins­skimun í ár en í fyrra

Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar.

Innlent

Sögu­leg endur­koma, súr kosningavaka og baráttuhugur

Donald Trump verður fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna eftir sögulegan og stærri sigur en búist var við.  Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá sigurræðu Trumps, rýnum í áhrif úrslitanna með prófessor í stjórnmálafræði og verðum í beinni frá Bandaríkjunum. Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður okkar, var í kosningavöku Kamölu Harris í Washington í gærkvöldi og fer yfir andrúmsloftið þar - sem hefur eflaust verið í súrara lagi.

Innlent

Segja um­boð samninga­nefndar af­dráttar­laust

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu umboð samninganefndar þeirra til kjaraviðræðna við Kennarasamband Íslands skýrt. Þá lýsir stjórnin yfir fullu trausti til samninganefndarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Sambandinu og er vísað í umræðu í fjölmiðlum.

Innlent

Bjóða út gerð land­fyllinga við Foss­vogs­brú

Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

Innlent

Trump á­hrifa­meiri en nokkru sinni fyrr

Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt.

Innlent

„Af­skap­lega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“

Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland

Innlent

Veðurviðvaranir í kortunum

Veðurstofa Ísland hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir morgundaginn víða um land. Bæði gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum.

Innlent

Skrifa skila­boð með báðum og stýra með hnéi

Hildur Kristín Þorvarðardóttir lögreglukona segir að stór hluti umferðarslysa megi rekja til þess að ökumenn séu í símanum við akstur. Hún segir það orðið algengt að fólk sendi skilaboð undir stýri, skoði myndbönd og samfélagsmiðla. Mikill fjöldi viti að þetta sé hættulegt en geri það samt.

Innlent