Innlent

Vonar að sveitar­fé­lögin leysi úr NPA-vandanum

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. 

Innlent

Fjár­mögnun NPA-samninga og Bakgarðshlaupið í beinni

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent

Samgöngusáttmálinn, Yazan og loftlagsmál á Sprengi­sandi

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Meðal þess sem verður til umræðu í dag er saga kommúnista á Íslandi, samgöngusáttmálin, mál Yazans Tamimi og loftlagsmál.

Innlent

Slegist með vopnum við skemmti­stað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem menn voru sagðir slást með vopnum. Lögregluþjónar frá lögreglustöð 3, sem sér um Kópavog og Breiðholt, voru sendir á vettvang og eru slagsmálin til rannsóknar.

Innlent

Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns

Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur.

Innlent

Bið eftir NPA-þjónustu og eftir­spurn eftir sæðisgjöfum

Maður, sem er með MND-sjúkdóminn, hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Arnar Þór á leið í nýjan flokk

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst tilkynna eftir helgi hvaða flokk hann fari í framboð fyrir. Hann hafi íhugað stofnun nýs flokks en það væri erfitt í núverandi ástandi.

Innlent

Lífræni dagurinn er í dag

Lífræni dagurinn er haldinn í dag en þá gefst áhugasömum kostur á að kynna sér allt um lífræna ræktun á nokkrum stöðum á landinu. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040.

Innlent

Ekkert bendi til að sak­borningum muni fjölga

Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Telur fleiri falla á nýju bílprófi

Formaður Ökukennarafélags Íslands gagnrýnir harðlega það sem hún kallar sambandsleysi Samgöngustofu við félagið, um breytingar á bóklegu ökuprófi. Hún segir útlit fyrir að fall hafi aukist eftir breytingar síðasta vor, en fær ekki aðgang að gögnum til að staðfesta það. Fulltrúi Samgöngustofu segir tölur verða gefnar út þegar meiri reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag.

Innlent

Maður margra storma í­hugar stöðu sína

Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins.

Innlent

Byssan reyndist leik­fang

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað eftir að tilkynning barst um mann sem ók um með það sem tilkynnandi kallaði loftbyssu. Umfangsmikil leit hófst þó að bílnum sem fannst skömmu síðar.

Innlent

Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt

Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka.

Innlent

Hvers vegna að fella ís­birni?

Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar.

Innlent

Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 

Innlent

Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi.

Innlent