Handbolti

„Við höfum bara ekki í lent í öðru eins“

Fordæmalaus eftirspurn hefur verið eftir landsliðstreyju Íslands í handbolta í aðdraganda komandi heimsmeistaramóts. Markaðsstjóri HSÍ segir treyjusöluna síðustu vikur vera á pari við síðustu 18 mánuðina á undan.

Handbolti

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun

Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Handbolti

Annáll Olís-deildar karla: Valsmenn öðrum framar

Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild karla var gert upp en Valsmenn unnu alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili.

Handbolti

Upp­taka af æfinga­leik við Pól­land breytti öllu: „Komið ekki aftur fyrr en þið eruð búnir að ná í leikinn“

„Ég man liggur við hverja einustu senu í leiknum. Er búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum, var náttúrulega stórmerkilegur leikur að mörgu leyti,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari nú og þá, um leik Íslands og Póllands á Ólympíuleikunum í Peking þar sem Ísland vann til silfurverðlauna.

Handbolti

Grátlegt tap í úrslitum eftir vítakastkeppni

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta þurfti að sætta sig við grátlegt tap gegn Þjóðverjum í úrslitum Sparkassen bikarsins í Þýskalandi í kvöld. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma, 26-26 og því réðust úrslitin í vítakastkeppni.

Handbolti

Ómar Ingi íþróttamaður ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska handboltalandsliðsins, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2022, af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er annað árið í röð sem Ómar hlýtur þessa nafnbót. Selfyssingurinn var með sögulega yfirburði í kjörinu í ár.

Handbolti

Karlalið Vals lið ársins

Karlalið Vals í handbolta var valið lið ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Handbolti