Handbolti

„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“

Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna.

Handbolti

Bjarki Már skoraði mörkin sem skildu að

Bjark Már Elísson lék með Veszprém sem vann tveggja marka sigur á Porto í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með Nantes þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Łomża Kielce.

Handbolti

Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti

Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu.

Handbolti

Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar

Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands.

Handbolti

Hver tekur við landsliðinu?

Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir?

Handbolti

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

Handbolti

Jónatan leitar til Skandinavíu

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

Handbolti

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Handbolti

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti

Teitur og félagar gulltryggðu efsta sæti riðilsins

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska stórliðinu Flensburg unnu öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Ystad frá Svíþjóð í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-23 og Flensburg hefur þar með tryggt sér sigur í riðlinum.

Handbolti