Handbolti

„Þetta verður persónulegra“

„Þessi stemning sem að hefur oft verið í liðinu kemur bara frá hjartanu okkar. Þetta kemur innan frá – að berjast fyrir land og þjóð, og ég hef engar áhyggjur af því. Við erum alltaf tilbúnir þegar við förum í landsliðstreyjuna. Við verðum stemmdir, það vantar ekki.“

Handbolti

„Hann kveikir í öllu“

Innkoma línumannsins Elliða Snæs Viðarssonar vakti athygli á Ásvöllum í hans fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið, í stórsigrinum gegn Portúgal í undankeppni EM. Elliði er í 20 manna landsliðshópnum sem mættur er á HM í Egyptalandi þar sem Ísland hefur leik á morgun.

Handbolti

Erlingur ætti að pakka í tösku

Það gæti vel farið svo að Ísland muni eiga flesta þjálfara á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi í kvöld. Erlingur Richardsson gæti orðið sá fimmti sem þjálfari hollenska landsliðsins.

Handbolti

Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM

Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.

Handbolti

„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“

„Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi.

Handbolti

(Líf)línumaðurinn frá Eyjum

Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag.

Handbolti

Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt

Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni.

Handbolti

Arnór Þór Gunnarsson: Þetta verður hörkuleikur út í Egyptalandi

„Þetta var mjög sérstakur leikur við vorum á hælunum fyrstu 20 mínútur leiksins síðan fara bæði lið að spila með aukamann sóknarlega sem við nýttum betur og komum okkur inn í leikinn. Það var kraftur í okkur í seinni hálfleik og gerðum við það sem við töluðum um að gera inn í klefa sem skilaði sér í góðum sigri,” sagði Arnór Þór Gunnarsson eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM.

Handbolti

Jafntefli hjá Erlingi í undankeppninni

Holland tryggði sér eitt stig með því að skora tvö síðustu mörkin í 27-27 jafntefli við Slóveníu í undankeppni EM 2022 í handbolta. Erling Richardson þjálfar hollenska landsliðið.

Handbolti

Bjarki Már Elísson: Við erum fæddir með karakter

„Það er mjög gaman að vinna seinni hálfleikurinn var góður en sá fyrri alveg skelfilegur, við gerðum vel í að snúa þessu við og fara inn í hálfleikinn einu marki undir í stað fleiri sem við nýttum síðan í seinni hálfleik og unnum leikinn,” sagði markahæsti leikmaður liðsins kátur eftir 32-23 sigur Íslands á Portúgal í undankeppni EM í handbolta.

Handbolti