Handbolti

Erfitt kvöld hjá okkar mönnum
Kvöldið var ekki gjöfult fyrir Íslendingana sem spiluðu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Strákarnir hans Guðmundar knúðu fram oddaleik
Fredercia, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, vann Álaborg, 31-30, í öðrum leik liðanna um danska meistaratitilinn í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á laugardaginn.

Sigvaldi og Bjarki Már meistarar
Kolstad og Veszprém, lið landsliðshornamannanna Sigvalda Guðjónssonar og Bjarka Más Elíssonar, urðu í dag landsmeistarar.

Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM
Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári.

Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld
FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika.

„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina.

Tryggvi Þórisson sænskur meistari með Sävehof
Sænska handknattleiksliðið Sävehof er meistari eftir fimm marka sigur á Ystad í fjórða leik liðanna í úrslitum sænsku efstu deildar karla í handbolta. Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof.

Tinna Sigurrós í Stjörnuna
Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi.

Tjörvi til Bergischer
Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril.

Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val
Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn.

Utan vallar: Þegar góðu gæjarnir koma fyrstir í mark
Stundum er sagt að góðu gaurarnir komi síðastir í mark. Það á þó ekki alltaf við eins og sannaðist þegar Valur vann EHF-bikarinn á laugardaginn.

Ómar Ingi með fjörutíu mörk í síðustu þremur leikjum
Ómar Ingi Magnússon hefur verið funheitur með liði sínu, Magdeburg, að undanförnu og boðið upp á ótrúlega tölfræði.

„Gerist ekki grátlegra“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld.

„Finnst þetta geðveikur sigur“
Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26.

„Geggjað að sjá Símon setja hann í lokin“
„Þetta var náttúrulega bara rosalegt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér eins marks sigur gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.

Hetjan Símon: „Helvítis léttir“
Símon Michael Guðjónsson reyndist hetja FH er liðið vann dramatískan eins marks sigur í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld.

Uppgjörið: FH-Afturelding 27-26 | FH-ingar tóku forystuna með síðasta skoti leiksins
FH er með 2-1 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta eftir hádramatískan eins marks sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 27-26. Símin Michael Guðjónsson reyndist hetja Hafnfirðinga.

Teitur Örn og félagar í Flensburg Evrópudeildarmeistarar
Flensburg varð í dag Evrópudeildarmeistari í handbolta eftir fimm marka sigur á Füchse Berlín í úrslitum. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark í liði Flensburg.

Snilldarleikur Ómars Inga svo gott sem tryggði titilinn
Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik og skoraði 16 mörk fyrir Magdeburg í 30-28 sigri gegn Leipzig.

Lærisveinar Guðmundar töpuðu fyrsta leik úrslitaeinvígisins
Aalborg vann 31-26 fyrsta leik í úrslitaeinvígi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundsson í Fredericia.

Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum
Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti.

Teitur Örn og félagar í úrslit
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32.

Uppgjörið: Olympiacos-Valur 31-27 [4-5] | Valsmenn Evrópubikarmeistarar eftir sigur í vítakeppni
Olympiacos vann leikinn 27-31 en Valur vann heimaleikinn einnig með fjórum mörkum og það þurfti vítakeppni til að krýna Evrópubikarmeistara. Valur skoraði úr öllum fimm vítunum en Savvas Savvas klikkaði á síðasta vítinu.

Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras
Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag.

Bullurnar mæta með læti
Búast má við hátt í tólf þúsund manns í stúkunni þegar Valur mætir Olympiakos í síðari úrslitaleik liðanna um EHF-bikarinn í handbolta á morgun í Aþenu. Bullurnar á bandi heimamanna verða á svæðinu.

Öruggt hjá Bjarka og félögum í fyrsta leik
Bjarki Már Elísson og félagar í Telekom Veszprém eru komnir í 1-0 úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn í handbolta.

Tryggvi og félagar einum sigri frá titlinum eftir tvíframlengdan leik
Íslendingaliðið Sävehof er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta eftir mikla dramatík í kvöld.

Haukar sækja sér reynslumikinn markvörð á Selfoss
Litháinn Vilius Rasimas verður ekki áfram með Selfyssingum en spilar þó áfram í Olís deildinni í handbolta næsta vetur.

Ómar Ingi með tíu mörk í tíunda sigurleik toppliðsins í röð
Ómar Ingi Magnússon fór á kostum þegar Magdeburg náði tveggja stiga forskoti á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Óðinn skoraði sigurmark Kadetten í lífsnauðsynlegum sigri
Íslenski landsliðshornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var hetja Kadetten Schaffhausen í kvöld þegar liðið jafnaði metin í 1-1 í úrslitaeinvíginu um svissneska meistaratitilinn á móti HC Kriens-Luzern.