Körfubolti

Tryggvi skoraði 13 í tapi

Tryggvi Sbær Hlinason og félagar hans í Zaragoza máttu þola 21 stigs tap er liðið heimsótti Manresa í spænsku ACB-deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 94-73, en Tryggvi skoraði 13 stig fyrir gestina.

Körfubolti

Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði.

Körfubolti

„Maður getur alltaf gefið á Everage þegar þig vantar stig“

Hilmar Pétursson, leikmaður Breiðabliks, átti afar góðan leik í 12 stiga sigri Breiðabliks á Grindavík í kvöld, 104-92. Hilmar gerði 26 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 3 fráköst. Alls 31 framlagspunktar hjá Hilmari en hann þakkar varnarleik og skotnýtingu, sérstaklega Everage Lee Richardson, fyrir sigurinn í kvöld. 

Körfubolti

Finnur Freyr: Þegar allt kemur til alls þá voru það við sem koðnuðum niður

Finnur Freyr þjálfari Vals var auðsýnilega ósáttur með niðurstöðu leiksins og frammistöðu síns liðs, en hans menn hreinlega koðnuðu niður undir lokin eftir að hafa komist tíu stigum yfir. Valsmenn skoruðu aðeins sjö stig síðustu tíu mínúturnar eftir góða fyrstu þrjá leikhluta þar sem allt leit út fyrir að heimamenn myndu sigla sigri í höfn.

Körfubolti

Sara Rún stigahæst í naumum sigri

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, var stigahæsti leikmaður vallarins er Phoenix Constanta vann nauman útisigur gegn Targu Mures í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur urðu 56-49, en Sara skoraði 16 stig.

Körfubolti