Körfubolti

Stólarnir fara til Eistlands

Sindri Sverrisson skrifar
Tindastóll spilar í Evrópukeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor.
Tindastóll spilar í Evrópukeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag.

Fyrir dráttinn í dag var ljóst hvaða sjö lið yrðu á heimavelli í undankeppninni, og verður riðill Tindastóls spilaður í Pärnu í Eistlandi.

Auk Tindastóls og heimamanna í Pärnu Sadam er lið Trepca frá Kósovó í riðlinum. Sigurvegari riðilsins kemst áfram í aðalhluta keppninnar þar sem spilað verður í tíu fjögurra liða riðlinum.

Leikir Tindastóls í Eistlandi fara fram dagana 2.-5. október og því ljóst að þeir munu hafa einhver áhrif á upphaf tímabilsins í Subway-deild karla, þar sem ráðgert er að fyrsta umferð hefjist 1. október.

Riðlarnir í undankeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll er í C-riðli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×