Körfubolti

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

Körfubolti

Penni Peppas lærði ís­lensku á undra­verðum hraða

Fyrsta bandaríska konan sem spilaði körfubolta á Íslandi, Penni Peppas, var meðal þeirra sem var til umfjöllunar í þriðja þætti Kanans. Hún kom hingað til lands haustið 1994 og vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína inni á vellinum og fyrir það að læra íslensku á undraverðum hraða.

Körfubolti

Drungilas í eins leiks bann

Adomas Drungilas, leikmaður körfuboltaliðs Tindastóls, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd vegna háttsemi sinnar í leik gegn Álftanesi í Bónus deild karla.

Körfubolti

Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum

Andri Már Eggertsson skellti sér á leik Álftaness og Stjörnunnar í Bónus-deild karla á föstudagskvöldið. Grannaslagur og mikið lagt í sölurnar hjá Álftnesingum. Hann fékk stemninguna beint í æð.

Körfubolti

Upp­gjör og við­töl: Kefla­vík - Tinda­stól 81-70 | Unnu Stólana aftur

Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum.

Körfubolti

„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“

Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi.

Körfubolti

Alba Berlin úr leik í bikarnum

Alba Berlin er úr leik í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir 80-67 tap á útivelli gegn Bamberg. Martin Hermannsson skoraði sex stig fyrir Berlínarmenn, gaf þrjár stoðsendingar og greip tvö fráköst. Þetta var hans þriðji leikur eftir að hafa stigið upp úr meiðslum, sem héldu honum frá keppni í heilan mánuð.

Körfubolti