Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. janúar 2026 13:33 Hilmar Smári Henningsson er orðinn leikmaður Stjörnunnar á nýjan leik Vísir/Hulda Margrét Það kom Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Stjörnunnar í körfubolta á óvart að landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson, væri á lausu og stæði liðinu til boða. Hilmar, sem lék lykilhlutverk í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili í Bónus deildinni, er mættur aftur í Garðabæinn eftir stutt stopp í Litáen. „Það er bara frábært að endurheimta þennan góða dreng, sem er gaman að vinna með, fyrir alla sem koma að starfinu,“ segir Baldur í samtali við Vísi um endurkomu Hilmars Smára en í gær var greint frá því að hann hefði yfirgefið lið Jovana í Litáen sem hann hafði gengi til liðs við í september á síðasta ári. Aðdragandinn að félagsskiptunum var ekki langur að sögn Baldurs en sjálfur var hann ekki í hringiðu félagsskiptanna. „Mennirnir á bak við tjöldin voru eitthvað í þessu í vikunni sem þetta kemur upp. Þetta gerist held ég bara mjög hratt, þeir eru bara í þessu og við erum í leikjaprógrami og svolítið utan við þetta í þetta skipti.“ Hvenær færð þú að frétta af þessu? „Það er bara snemma í gær,“ segir Baldur sem var skiljanlega glaður þegar að hann fékk þessar fréttir. „Við náttúrulega settum upp þetta lið í kringum hann í byrjun móts. Menn eru fengnir til liðs við okkur og Hilmar Smári er í þessu liði alveg fram í september. Það er pláss fyrir hann í þessu liði og þetta er svona eins og upphaflega plan okkar með þetta lið átti að vera. Auðvitað er maður náttúrulega bara mjög ánægður með að fá hann inn, bara eins og allir væru í þessari stöðu. Hann þekkir okkar menningu, klefa, veit hvernig við viljum spila bæði í sókn og vörn. Kemur bara með gæði að borðinu í þessu sem og reynslu.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að vera búinn að endurheimta einn af lykilmönnum Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili.Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári var stór hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili þar sem hann var með 21,6 stig, 4,1 frákast og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppni Bónus deildarinnar. Í úrslitakeppninni var hann með 19,8 stig, 4,1 frákast og 3,4 stoðsendingar. Eftir Evrópumótið með íslenska landsliðinu vitjaði Hilmar nýrra ævintýra og samdi við Jovana en vera hans í Litáen var ekki löng. Kom það þér á óvart að Hilmar Smári væri á lausu? „Já í sjálfu sér kom það mér á óvart. En þessi atvinnumennska er harður heimur, þú þarft að hitta á rétta umhverfið og þá getur þetta gengið rosalega vel og rifið mann upp í hæstu hæðir en svo er líka hægt að lenda í skrítnum aðstæðum. Hilmar Smári er klárlega með hæfileikana í að spila í bestu deildunum í Evrópu að mínu mati.“ Engar frekari breytingar verða á liði Stjörnunnar. „Þetta verður liðið út mótið,“ segir Baldur ákveðinn. Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
„Það er bara frábært að endurheimta þennan góða dreng, sem er gaman að vinna með, fyrir alla sem koma að starfinu,“ segir Baldur í samtali við Vísi um endurkomu Hilmars Smára en í gær var greint frá því að hann hefði yfirgefið lið Jovana í Litáen sem hann hafði gengi til liðs við í september á síðasta ári. Aðdragandinn að félagsskiptunum var ekki langur að sögn Baldurs en sjálfur var hann ekki í hringiðu félagsskiptanna. „Mennirnir á bak við tjöldin voru eitthvað í þessu í vikunni sem þetta kemur upp. Þetta gerist held ég bara mjög hratt, þeir eru bara í þessu og við erum í leikjaprógrami og svolítið utan við þetta í þetta skipti.“ Hvenær færð þú að frétta af þessu? „Það er bara snemma í gær,“ segir Baldur sem var skiljanlega glaður þegar að hann fékk þessar fréttir. „Við náttúrulega settum upp þetta lið í kringum hann í byrjun móts. Menn eru fengnir til liðs við okkur og Hilmar Smári er í þessu liði alveg fram í september. Það er pláss fyrir hann í þessu liði og þetta er svona eins og upphaflega plan okkar með þetta lið átti að vera. Auðvitað er maður náttúrulega bara mjög ánægður með að fá hann inn, bara eins og allir væru í þessari stöðu. Hann þekkir okkar menningu, klefa, veit hvernig við viljum spila bæði í sókn og vörn. Kemur bara með gæði að borðinu í þessu sem og reynslu.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, er ánægður með að vera búinn að endurheimta einn af lykilmönnum Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar frá því á síðasta tímabili.Vísir/Hulda Margrét Hilmar Smári var stór hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar á síðasta tímabili þar sem hann var með 21,6 stig, 4,1 frákast og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppni Bónus deildarinnar. Í úrslitakeppninni var hann með 19,8 stig, 4,1 frákast og 3,4 stoðsendingar. Eftir Evrópumótið með íslenska landsliðinu vitjaði Hilmar nýrra ævintýra og samdi við Jovana en vera hans í Litáen var ekki löng. Kom það þér á óvart að Hilmar Smári væri á lausu? „Já í sjálfu sér kom það mér á óvart. En þessi atvinnumennska er harður heimur, þú þarft að hitta á rétta umhverfið og þá getur þetta gengið rosalega vel og rifið mann upp í hæstu hæðir en svo er líka hægt að lenda í skrítnum aðstæðum. Hilmar Smári er klárlega með hæfileikana í að spila í bestu deildunum í Evrópu að mínu mati.“ Engar frekari breytingar verða á liði Stjörnunnar. „Þetta verður liðið út mótið,“ segir Baldur ákveðinn.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti