Lífið

RAX flaug yfir ævintýraheim hálendisins

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, flaug í vikunni yfir hálendið og myndaði fjöll og jökla. Þetta er eitthvað sem hann gerir reglulega og lítur hann meðal annars á það sem æfingu fyrir eldgos.

Lífið

Insta­gram reikningi Brit­n­ey lokað eftir há­værar sam­særis­kenningar

Aðdáendur poppprinsessunnar Britney Spears eru áhyggjufullir og hafa ýmsar skrautlegar samsæriskenningar skotið upp kollinum síðustu vikur. Sú samsæriskenning sem er hvað háværust er að söngkonan sé í raun lokuð inni á geðdeild og að eiginmaður hennar, Sam Asghari, sé með staðgengil fyrir hana sem kemur fram á samfélagsmiðlum. Hollywood spekúlantinn Birta Líf Ólafsdóttir fór yfir málið í Brennslutei vikunnar.

Lífið

Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli

Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu.

Lífið

„Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sál­ræn sár“

„Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað.“ 

Lífið

Björg og Tryggvi eignuðust son

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir og auglýsingahönnuðurinn Tryggvi Þór Hilmarsson eignuðust son þann 7. desember síðastliðinn. Frá þessu greinir Björg á Instagram.

Lífið

„Draumar rætast en sjaldnast af sjálfu sér“

„Hvatvísin kemur mér reglulega í klandur, en hefur að sama skapi drifið flesta draumana mína áfram,“ segir Kristborg Bóel Steindórsdóttir sem var að senda frá sér tvær bækur. Önnur er Gestabók og hin nefnist Draumar. 

Lífið