Lífið

Tónlistin í Babylon þótti best

Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon.

Lífið

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Lífið

Rapparinn Yung Nigo Drippin' með endur­komu

Á miðnætti kom út platan Stjörnulífið með rapparanum Yung Nigo Drippin'. Platan markar endurkomu rapparans en hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann hefur legið undir feldi og unnið að plötunni frá árinu 2019.

Lífið

Arnar Grant snúinn aftur

Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum.

Lífið

Sér­­stakar kröfur stjarnanna: Hvolpar, bóluplast og gervi­­limur

Þegar heimsfrægar stjörnur koma fram gera þær oftar en ekki kröfu um að ákveðnir hlutir séu til staðar í búningsherbergi þeirra. Þetta getur til dæmis verið ákveðinn matur, nóg af vatni eða einhver sérstakur aðbúnaður sem óskað er eftir. Sumar kröfur eru þó athyglisverðari en aðrar. Þeir Rikki G og Egill Ploder fóru yfir málið í Brennslunni.

Lífið

Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út

„Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni.

Lífið

Sjö­tíu kílóum léttari en með fleiri líkams­komplexa

Fyrir tveimur árum hitti Sindri Sindrason Önnu Sjöfn Skagfjörð 37 ára þriggja barna móður sem vildi gera eitthvað í sínum málum áður en það yrði of seint. Í dag hefur hún misst 72 kíló og elskar að gera hluti sem hún tók algjörlega fyrir að gera eins og að ganga fjöll.

Lífið