Lífið

„Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin“

„Við vinnum gegn hárþynningu og erum að vinna með vöru sem stuðlar að heilbrigði hársins. Við erum með sérþjálfaða hársérfræðinga sem meta hár fólks hjá þeim sem upplifa hárþynningu ,“ segir Rakel Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Harklinikken í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan

Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan.

Lífið

Taylor Swift ó­sátt við Damon Albarn

Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og íslenski ríkisborgarinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Í viðtalinu sakar hann Swift um að semja ekki sína eigin tónlist sjálf.

Lífið

Fann lög­reglu­búning og hár­kollu

Á sunnudaginn fór í loftið sjötti þátturinn af Svörtum söndum á Stöð 2. Þorpslæknirinn Salomon heldur áfram að vera mjög dularfullur og margt gruggugt í hans hegðun.

Lífið

Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu

Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður.

Lífið

Lisa Snowdon fagnar hálfri öld á Íslandi

Lisa Snowdon er nýjasti Íslandsvinurinn og er um þessar mundir að fagna fimmtíu ára afmælinu sínu hér á landi ásamt unnusta sínum George Smart. Parið hafði það huggulegt í Sky Lagoon og var hún dugleg að sýna frá afmælisferðinni á samfélagsmiðli sínum.

Lífið

Lára Clausen hefur fundið ástina

Lára Clausen hefur fundið ástina sem hún kynnti til leiks á samfélagsmiðlum sínum á sjálfan bóndadaginn. Kærastinn heitir Benedikt Hlöðversson og eru þau skráð í samband á Facebook.

Lífið

Skírð í höfuðið á flugvél

Hún hefur slegið í gegn í Svörtu söndum en er svo sannarlega ekki sama týpan og hún leikur. Nei, þessi Icelandair flugfreyja, leikkona, hundakona, handritahöfundur og fagurkeri er lífsglaðari og skemmtilegri en flestir.

Lífið

Eiga fimm hundruð metra eftir á toppinn

Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia eru nú nærri því að ná á topp Aconcague, hæsta fjalls Ameríku. Myndlistarmaðurinn Tolli ætlaði á topp fjallsins en hætt við í gær. Þeir Arnar og Sebastian áttu einungis fimm hundruð metra eftir á toppinn í morgun.

Lífið

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Lífið

Sonur Reginu King svipti sig lífi

Ian Alexander Jr. sonur Óskarsverðlaunahafans Reginu King svipti sig nýverið lífi. Hann átti 26 ára afmæli á miðvikudaginn og var hann einkabarn King sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Lífið

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng

Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Lífið