Lífið

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

Lífið

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Lífið

Klæðir sig upp í þema fyrir öll mögu­leg til­efni

Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Lífið

Skrifaði bók fyrir börn sem getin eru með að­stoð tækninnar

„Öll börn eiga rétt á því að vita hvernig þau urðu til og fá tækifæri til að fá upplýsingar um uppruna sinn,“ segir Andrea Björt en hún og eiginkona hennar eignuðust son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Andrea rak sig á það á sínum tíma að það var lítið sem ekkert efni til á íslensku sem ætlað var börnum sem getin eru með aðstoð sæðis- eða eggjagjafa.

Lífið

Taka stutt hlé frá leik­húsinu fyrir ferða­lög til Perú og Keníu

„Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 

Menning

„Fyrsta og besta vikan“

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng 8. febrúar síðastliðinn. Birgitta segir liðna viku dásamlega.

Lífið

Stjörnum prýdd frum­sýning Saknaðarilms

Mikil gleði var á frumsýningu einleiksins Saknaðarilmur, sem byggður er á bókum Elísabetar Jökulsdóttur rithöfundar, í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikritið er eftir Unni Ösp Stefánsdóttur sem einnig leikur einleikinn. Leikstjórn er í höndum Björns Thors, eiginmanns Unnar.

Lífið

Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna

Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna.

Lífið

Langaði að ramma inn ör­væntinguna

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við ástsæla lagið Hvers vegna varst’ekki kyrr, hér í ábreiðu Sölku Valsdóttur, neonme, fyrir kvikmyndina Natatorium.

Tónlist

Margir upp­lifi kvíða áður en þeir fara á eftir­laun

Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna.

Lífið

María Birta og Elli tóku upp nýtt eftir­nafn

Listahjónin María Birta og Elli Egilsson ákvaðu að taka upp nýtt eftirnafn eftir að þau fengu bandarískan ríkisborgararétt og bera nú nafnið Fox. Ástæðan var til að tengja fjölskylduna saman, en hjónin og dóttir þeirra Ingacia báru öll sitt hvort eftirnafnið.

Lífið

„Mig langar að lifa lífinu til að njóta þess“

„Þetta var það eina í stöðunni fyrir mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í svona aðgerð sem þorir ekki að segja frá því. Það er svo hrætt um að vera dæmt,“ segir raunveruleikastjarnan Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni Glee fór í svokallaða míní-hjáveitu sem er magaminnkandi aðgerð og segir að lífið hafi aldrei verið betra en í dag. Hann ræðir þetta og margt annað í Einkalífinu.

Lífið

Fyrsti kossinn yfir stærðfræðibókunum

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, og eiginmaður hennar Ragnar Einarsson, kynntust á skólabekk í Menntaskólanum við Sund. Ástin kviknaði þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna eða þegar Ragnar bauðst til að aðstoða Lindu fyrir stærðfræðipróf. 

Makamál

Vel hægt að gera Akur­eyri að borg

Stjórnmálafræðingurinn Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri Akureyrar, var áður bæjarstjóri Patreksfjarðar og er því orðin hokin af reynslu í bæjarpólitíkinni.

Lífið

Unaðs­stund Elizu og Guðna

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu.

Lífið