Lífið

„Kol­brún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“

„Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist

„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi

Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.

Gagnrýni

Greip ekki í Wemb­an­y­am­a og var ekki sleg­in í gólfið

Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.

Lífið

„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“

„Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

Tónlist

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Stjórnsemi er kannski þinn helsti galli

Elsku Fiskurinn minn, ekki trúa öllu sem þér er sagt og passaðu þig á áráttu hugsunum sem þú átt erfitt með að stjórna. Þú þarft að vera opinn í allar áttir og taka inn aðrar skoðanir. Þú hefur svo mikla aðlögunar hæfni að það er nákvæmlega sama hvert þú verður settur eða hvar það er, þú finnur réttu leiðina.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Þú getur haft miklu meiri stjórn

Elsku Vogin mín, þú ert alltaf að stækka og eflast. Alveg sama hvort þú sért hrædd við eitthvað eða hafir kvíða, þá er það bara að mörgu eða öllu leiti bara þín eigin ímyndun. Þér finnst að þú hafir tapað einhverju frá þér eða ekki fengið þá samninga sem þú vildir.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Líf þitt getur breyst á nokkrum vikum

Elsku Krabbinn minn, þú ert svo tilfinninga mikill að þú ræður ekki alltaf við þig. Þér finnst svo ofboðslega gaman svo brýtur þú þig niður eins og þú hafir ekkert annað að gera. Ég verð að segja þér að þú ert eina mannveran sem þú getur ekki sagt skilið við.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Hugsaðu um gamla fólkið í fjölskyldunni

Elsku Tvíburinn minn, það er eins og það togist í þér tvö öfl, hið dökka og erfiða á móti hinu bjartsýna kraftmikla og skemmtilega. Það er svo mikilvægt fyrir þig að eitra fyrir hinu dökka, gefa því enga næringu og ekkert fóður. Þetta er svipað sögunni með hvíta og fallega úlfinn á hægri öxl og hinn svarta og grimma á vinstri öxl.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Lífið er karma og þinn tími er núna

Elsku Nautið mitt, þú ert vinsamlegasta merkið og villt ekkert annað en að friður sé á jörð og í kringum þig. Að rífast er hlutur sem getur lamað orkuna þína til langs tíma því þegar þú loksins reiðist þá er eins og Vesúvíus hafi gosið og allir eru hræddir við það eldgos.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Gerðu hlutina sjálfur

Elsku Bogmaðurinn minn, þú svo mikill baráttumaður. Þú villt hafa allt á hreinu en það versta sem kemur fyrir þig er, ef þér finnst að þú sért bundin niður og getir þig hvergi hreyft. Ef að eitthvað er að hrjá þig núna þá er þetta ástæðan.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Þú heldur áfram eins og herforingi

Elsku vatnsberinn minn, það eru búin að vera mikil tíðindi í kringum þig, áföll og ýmislegt sem þú hefur höndlað misjafnlega. En það sem er að breytast er að þér verður miklu meira sama, lætur ekkert á þig fá í rauninni. Þú heldur áfram eins og herforingi, það er meira segja hægt að segja að það rigni upp í nefið á þér. Þú varst í raun búin að búa þig undir að allt gæti gerst og að margt gæti hrunið í lífi þínu.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Ljónið er sterkara en stál

Elsku Ljónið mitt, það er svo margt sem hefur verið að mæta þér og það er alls ekki allt eins auðvelt og öðrum finnst að það ætti að vera. Það eru svo margir að ráðleggja þér sumt er rétt en annað er vitleysa. Þú skalt bara leita ráða hjá þeim sem virðast hafa getað náð þeim árangri að halda vel utan um sitt líf og sitt fólk.

Lífið

Júlíspá Siggu Kling: Hrúturinn á ekki að treysta neinum

Elsku Hrúturinn minn, láttu lífið rugla þig. Þú elskar að hafa hlutina einfalda en kraftmikla. Það er margt að bjóðast þér og þú átt að velja sérstaklega það sem setur fjárhaginn í betra lag. Þú ert sterkasta peningamerkið, ef hægt er að segja svo. 

Lífið