Skoðun

Fréttamynd

Á hvaða veg­ferð er ríkis­stjórn Krist­rúnar Frostadóttur gagn­vart sjávarútvegssveitarfélögunum?

Anton Guðmundsson

Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dæmir sig sjálft

Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri.

Skoðun
Fréttamynd

Mega blaða­menn ljúga?

Það er grátbroslegt að lesa grein formanns Blaðamannafélags Íslands, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, eftir dóm Landsréttar sem á dögunum hreinsaði bloggarann Pál Vilhjálmsson af ásökunum blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar. Samkvæmt Landsrétti verður Aðalsteinn að þola beinskeytta gagnrýni líkt og hann leyfir sér beina að öðrum. Í stað þess að líta í eigin barm, veður Sigríður Dögg úr einu yfir í annað til að beina athyglinni frá niðurstöðunni. Langar mig að fara hér yfir nokkur atriði þar sem Sigríður Dögg reynir að afvegaleiða almennings og fórnarlambavæða blaðamenn.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­takið valda­rán gengis­fellt

Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgðin er þeirra

Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmt um form, ekki efni

Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

Að þröngva lífs­skoðun upp á annað fólk

Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. 

Skoðun
Fréttamynd

Um fundar­stjórn for­seta

Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga:

Skoðun
Fréttamynd

Hjálpar­tæki – fyrir hverja?

Orðið hjálpartæki lýsir sér sjálft, tæki sem hjálpar. Þetta orð er notað um hin ýmsu tæki og það má færa rök fyrir því að mörg tæki nútímans séu hjálpartæki, fæst okkar myndu vilja vera án þvottavélar. En í þessari grein er rætt um tæki sem hjálpa til við athafnir daglegs lífs sem og að athafna sig í samfélaginu, fara út á meðal fólks. Þetta getur verið eins einfalt og stóll í sturtunni, en þetta getur líka verið flóknara svo sem gervifætur og rafknúnir hjólastólar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­form um að eyði­leggja Ís­land!

Ísland, landið okkar, er í stórhættu og við öll íbúar þess verðum að vita af því og verja það. Áskorun á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland!

Skoðun
Fréttamynd

Tekur ný ríkis­stjórn af skarið?

Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Rölt að botninum

Oft er það talið fólki til tekna að hafa gert manna mest af einhverju. Að hafa hlaupið hraðast, stokkið lengst, toppað aðra mælikvarða á mannlega frammistöðu. Að vera bestur er helvíti fínt.

Skoðun
Fréttamynd

Að for­tíð skal hyggja þegar fram­tíð skal byggja

Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign.

Skoðun
Fréttamynd

Mál­þóf spillingar og græðgi á Al­þingi

Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðskrum Skattfylkingarinnar

Þú þarft ekki að hagræða í þínu heimilisbókhaldi ef ég býð þér 5000 kr. og þú afþakkar aurinn. Tekjurnar þínar eru enn þær sömu. Þær hafa hvorki hækkað né lækkað. Hið gagnstæða virðist Samfylkingin þó halda.

Skoðun
Fréttamynd

Krabbamein – reddast þetta?

Það er misviðrasamt á landinu þessar vikurnar; skýjabakkar en bjart með köflum. Þetta er staða sem við Íslendingar þekkjum og erum þjálfuð í að takast á við. Við höfum regnjakkann við höndina þrátt fyrir að sólin skíni, því við þurfum að vera tilbúin fyrir hvað sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum

Vægast sagt mjög sérstakt er að heyra forystumenn Viðreisnar tala um það að þjóðin eigi að fá sanngjarna greiðslu fyrir afnot af auðlind Íslandsmiða á sama tíma og meginmarkmið flokksins er að Ísland gangi í Evrópusambandið sem meðal annars fæli í sér að valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga færðist til stofnana þess. Þar á meðal ákvarðanir um það hverjir mættu veiða á miðunum í kringum landið sem yrðu þar með aðeins hluti af sameiginlegri lögsögu sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Lummuleg á­form heil­brigðis­ráð­herra

Nú liggja fyrir áform frá heilbrigðisráðherra sem munu skerða verulega valfrelsi neytenda þegar kemur að nikótínvörum. Nái þau fram að ganga verða nikótín- og tóbaksvörur færðar undir eina heildarlöggjöf um varnir gegn tóbaks- og nikótínvörum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?

Já, ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér að undanförnu, það vantar víða súrefni í kerfin okkar. Það er nóg af taka þegar það kemur að því að forgangsraða verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan um kjör eldra fólks

Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt.

Skoðun