Sport

Lillard með blóðtappa í kálfa
Damian Lillard, ein af stjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er með blóðtappa í hægri kálfa og verður frá keppni í einhvern tíma.

„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“
Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90.

„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“
Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð.

Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal
Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við.

Haukar kláruðu deildarkeppnina með stæl
Haukar eru deildarmeistarar Bónus deildar kvenna í körfubolta eftir að pakka silfurliði Njarðvíkur saman í lokaumferð deildarkeppninnar. Nú tekur við úrslitakeppni sem og umspil um sæti í deildinni.

Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu
Lokaumferð Olís deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. FH er deildarmeistari annað árið í röð á meðan Grótta fer í umspil eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli.

Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest
Magdeburg er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Dinamo Búkarest í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson sýndu hvað í þá er spunnið í leiknum.

Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð
FH tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍR, þrátt fyrir sveiflukenndan leik. Lokatölur í Kaplakrika voru 33-29.

Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur
Grindavík vann eins nauman sigur á Hamar/Þór og hugsast getur. Með því tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Hamar/Þór er á sama tíma á leið í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.

Glódís Perla aftur á bekknum
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann
Vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies sleit krossband í hné á dögunum og mun ekki leika meira með Bayern München á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili aftur fyrr en á næsta ári.

Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi
Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson heldur áfram að gera það gott og er nú kominn upp í 38. sæti heimslista áhugamanna sem er langbesta staða sem Íslendingur hefur náð á þeim lista.

Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju
Endurtaka þarf leik í úrslitakeppni írska körfuboltans eftir meinleg mistök sem fólust í því að þegar ein karfa var skoruð í fyrsta leikhluta fékk rangt lið tvö stig á stigatöfluna.

Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki
Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“.

Ætla að fjölmenna og horfa á Glódísi
Skemmtilegur viðburður er í Minigarðinum í dag þar sem fótboltastelpur ætla að fjölmenna til þess að horfa á leik í Meistaradeild kvenna.

SR fer fram á ógildingu dómsins
Skautafélag Reykjavíkur hefur farið fram á það við Dómstól ÍSÍ að ógilda dóminn sem breytti 3-0 sigri liðsins á SA, í Topp-deild karla í íshokkí, í 10-0 tap. Komið hafi í ljós að kæra Fjölnis hafi beinst gegn röngum lögaðila.

Púað á Butler í endurkomunni til Miami
Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Red Bull búið að gefast upp á Lawson
Þrátt fyrir að aðeins tveimur keppnum sé lokið á tímabilinu í Formúlu 1 bendir allt til þess að Red Bull ætli að skipta öðrum ökumanni sínum út.

Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf
Alþjóða frjálsíþróttasambandið ætlar að taka upp próf þar sem konur þurfa að sanna kyn sitt í til að fá að keppa í kvennaflokki. Sebastian Coe, forseti sambandsins, greindi frá þessu í gær.

Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum
„Íþróttir geta boðið ungu fólki upp á frábæra leið til að þroskast sem heilbrigðar manneskjur. Eða sem eigingjarnir asnar.“ Þetta sagði norski prófessorinn Stig Arve Sæther þegar við vorum að velta upp spurningunni hvort það væri til norræn leið í hæfileikamótun, með séreinkennum miðað við önnur svæði í heiminum.

„Mjög krefjandi tímabil framundan“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að tímabilið gæti orðið strembið fyrir Vestra og erfitt sé að rýna í stöðu liðsins vegna mikilla breytinga sem hafa orðið á því.

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM
Heimsmeistarar Argentínu rústuðu Brasilíu, 4-1, í undankeppni HM 2026 í nótt. Argentínumenn eru komnir á HM þarnæsta sumar á meðan vandræði Brasilíumanna halda áfram.

Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri
Willie Kirk, sem var rekinn frá Leicester City eftir að hafa viðurkennt að eiga í ástarsambandi með leikmanni, vill fá annað tækifæri.

Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu
Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið tilnefnd sem lyftingakona ársins 2024 af evrópska lyftingasambandinu.

„Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“
Sigursælasti handboltaþjálfari sögunnar, Þórir Hergeirsson, segir að lykillinn að árangri sé að vera í góðu samstarfi við helstu keppinauta sína.

Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann
Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts.

Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu
Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul vill nú mæta Gerwyn Price – sem varð heimsmeistari í pílu árið 2021 – í hringnum. Paul hefur unnið 11 af 12 bardögum sínum í hnefaleikum, síðast gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson.