Sport Þjálfari Alberts rekinn Stefano Pioli hefur verið látinn fara úr þjálfarastarfinu hjá Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er án sigurs eftir tíu umferðir. Daniele Gallopa mun þjálfa Albert Guðmundsson og félaga meðan leitað er að eftirmanni. Fótbolti 4.11.2025 11:03 Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. Fótbolti 4.11.2025 11:00 Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Handbolti 4.11.2025 10:32 Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með leik Sunderland og Everton á Ljósvangi. Nýliðarnir komu til baka og náðu í stig. Lokatölur 1-1. Enski boltinn 4.11.2025 10:01 „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Eftir árangursríkan tíma hjá Fram en viðskilnað sem fór ekki eins og best verður á kosið. Óskar segist hann hafa fundið fyrir smá ástarsorg en að í þannig stöðu sé gott að finna nýja ást sem fyrst. Íslenski boltinn 4.11.2025 09:30 Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Cristiano Ronaldo kveðst vera betri fótboltamaður en Lionel Messi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju viðtali Ronaldos við Piers Morgan. Fótbolti 4.11.2025 09:00 Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Jamie Carragher sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um frammistöðu Tottenham í tapinu fyrir Chelsea um helgina. Hann sagði að Spurs hefði spilað eins og neðri deildarlið gegn nágrönnum sínum. Enski boltinn 4.11.2025 08:32 Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Mladen Zizovic, þjálfari serbneska liðsins Radnicki 1923, lést í miðjum leik í gær. Fótbolti 4.11.2025 08:00 Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur áhyggjur af skorti á leiðtogum í íslenska karlalandsliðinu í handbolta en sá þó marga jákvæða punkta í leikjum liðsins í nýafstöðnu landsliðsverkefni nú þegar dregur nær næsta stórmóti. Handbolti 4.11.2025 07:30 Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Nokkrir ungir leikmenn hafa sett mark sitt á Bónus-deild karla þetta haustið en Sævars Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, fór yfir það hverjir hafa skarað fram úr og hverjir eru að banka á dyrnar. Körfubolti 4.11.2025 07:03 Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Það er heldur betur fjörugur þriðjudagur framundan á rásum Sýnar Sport í dag þar sem hver stórleikurinn í Meistaradeild Evrópu rekur annan. Þá eru einnig þrír leikir í Bónus-deild kvenna í beinni í kvöld svo það er nóg um að vera. Sport 4.11.2025 06:00 Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Umboðsmaður sem starfar í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn á dögunum eftir að leikmanni var hótað með byssu þar sem hann var á göngu í Lundúnum. Fótbolti 3.11.2025 23:30 Söguleg byrjun OKC á tímabilinu NBA meistarar Oklahoma City Thunder hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið vann sinn sjöunda leik í röð síðustu nótt. Þetta er annað tímabilið í röð sem liðið er taplaust í fyrstu sjö leikjum sínum en aðeins tvö lið hafa leikið það eftir í sögunni. Körfubolti 3.11.2025 22:47 O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Gary O'Neil mun ekki taka við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderers á ný. Hann var rekinn úr starfinu fyrir tæpu ári en hefur verið ítrekað orðaður við endurkomu eftir að Vítor Pereira var látinn fjúka. Fótbolti 3.11.2025 21:01 Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Landsliðskonurnar Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mættust í þýska boltanum í kvöld þegar RB Leipzig sótti Freiburg heim. Fótbolti 3.11.2025 20:21 Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa léku í kvöld sinn fyrsta leik í Seríu A eftir að Patrick Viera var leystur frá störfum sem þjálfari liðsins þegar liðið sótti Sassuolo heim. Fótbolti 3.11.2025 19:46 Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Nýliðar Sunderland tóku á móti Everton í kvöld en með sigri hefðu nýliðarnir stokkið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sú varð þó ekki raunin en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 3.11.2025 19:32 Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í frammistöðu Florian Wirtz á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni en Slot biður fólk um að sýna Wirtz þolinmæði meðan hann aðlagast ensku deildinni. Fótbolti 3.11.2025 18:33 Spence og van de Ven báðust afsökunar Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega. Fótbolti 3.11.2025 17:47 Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Um tíma á laugardaginn sat Manchester United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í lifandi stigatöflu deildarinnar, en eftir leiki laugardagsins var liðið í 7. sæti. Það er mun líklegri niðurstaða fyrir United en 2. sæti, að mati sérfræðinga Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport. Enski boltinn 3.11.2025 17:00 Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Alfreð Gíslason var í blárri og bleikri treyju þýska kvennalandsliðsins í handbolta, í stað þess að klæðast svörtu eða hvítu eins og hann er vanur, þegar Þýskaland mætti Íslandi öðru sinni í vináttulandsleik í Þýskalandi í gær. Handbolti 3.11.2025 16:17 Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Southampton hefur sagt knattspyrnustjóranum Will Still upp störfum. Enski boltinn 3.11.2025 15:31 Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Lúðvík Gunnarsson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta gegn Lúxemborg, í undankeppni EM eftir tíu daga. Fótbolti 3.11.2025 15:02 Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Fanndís Friðriksdóttir gæti lagt skóna á hilluna. Samningur hennar rann út þegar nýafstöðnu tímabili lauk og stjórnarfólk Vals hefur ekki heyrt í henni til að endursemja. Íslenski boltinn 3.11.2025 14:45 Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann. Enski boltinn 3.11.2025 14:01 Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Evangelos Marinakis, eigandi enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, var fljótur til að bjóða fram aðstoð fyrir fórnarlömb hnífstunguárásarinnar í lest á leið frá Doncaster til London á laugardagskvöld. Enski boltinn 3.11.2025 13:33 Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Mikið barnalán hefur einkennt kvennalið Fram í handbolta undanfarið og leikmenn liðsins grínuðust með þetta í skemmtilegu myndbandi á Instagram. Handbolti 3.11.2025 13:00 Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta Íslandsmeisturum Hauka í sextán liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Körfubolti 3.11.2025 12:36 „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Erika Nótt Einarsdóttir telur hnefaleikabannið hér á landi vera Íslandi til skammar og vill lögleiða íþróttina að fullu. Sport 3.11.2025 12:01 „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Sport 3.11.2025 11:31 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Þjálfari Alberts rekinn Stefano Pioli hefur verið látinn fara úr þjálfarastarfinu hjá Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er án sigurs eftir tíu umferðir. Daniele Gallopa mun þjálfa Albert Guðmundsson og félaga meðan leitað er að eftirmanni. Fótbolti 4.11.2025 11:03
Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Það ræðst í hádeginu í dag hvaða þjóðum Ísland mætir í undankeppninni fyrir HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Brasilíu sumarið 2027. Ísland er eitt fárra landa sem ákveðnar skorður gilda um fyrir dráttinn. Fótbolti 4.11.2025 11:00
Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram og handboltasérfræðingur segir góða frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar í seinni leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum þaggað niður í efasemdarröddum þess efnis hvort hann ætti að fara með liðinu á EM í janúar. Handbolti 4.11.2025 10:32
Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með leik Sunderland og Everton á Ljósvangi. Nýliðarnir komu til baka og náðu í stig. Lokatölur 1-1. Enski boltinn 4.11.2025 10:01
„Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Óskar Smári Haraldsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna. Eftir árangursríkan tíma hjá Fram en viðskilnað sem fór ekki eins og best verður á kosið. Óskar segist hann hafa fundið fyrir smá ástarsorg en að í þannig stöðu sé gott að finna nýja ást sem fyrst. Íslenski boltinn 4.11.2025 09:30
Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Cristiano Ronaldo kveðst vera betri fótboltamaður en Lionel Messi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju viðtali Ronaldos við Piers Morgan. Fótbolti 4.11.2025 09:00
Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Jamie Carragher sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um frammistöðu Tottenham í tapinu fyrir Chelsea um helgina. Hann sagði að Spurs hefði spilað eins og neðri deildarlið gegn nágrönnum sínum. Enski boltinn 4.11.2025 08:32
Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Mladen Zizovic, þjálfari serbneska liðsins Radnicki 1923, lést í miðjum leik í gær. Fótbolti 4.11.2025 08:00
Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson hefur áhyggjur af skorti á leiðtogum í íslenska karlalandsliðinu í handbolta en sá þó marga jákvæða punkta í leikjum liðsins í nýafstöðnu landsliðsverkefni nú þegar dregur nær næsta stórmóti. Handbolti 4.11.2025 07:30
Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Nokkrir ungir leikmenn hafa sett mark sitt á Bónus-deild karla þetta haustið en Sævars Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, fór yfir það hverjir hafa skarað fram úr og hverjir eru að banka á dyrnar. Körfubolti 4.11.2025 07:03
Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Það er heldur betur fjörugur þriðjudagur framundan á rásum Sýnar Sport í dag þar sem hver stórleikurinn í Meistaradeild Evrópu rekur annan. Þá eru einnig þrír leikir í Bónus-deild kvenna í beinni í kvöld svo það er nóg um að vera. Sport 4.11.2025 06:00
Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Umboðsmaður sem starfar í ensku úrvalsdeildinni var handtekinn á dögunum eftir að leikmanni var hótað með byssu þar sem hann var á göngu í Lundúnum. Fótbolti 3.11.2025 23:30
Söguleg byrjun OKC á tímabilinu NBA meistarar Oklahoma City Thunder hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið vann sinn sjöunda leik í röð síðustu nótt. Þetta er annað tímabilið í röð sem liðið er taplaust í fyrstu sjö leikjum sínum en aðeins tvö lið hafa leikið það eftir í sögunni. Körfubolti 3.11.2025 22:47
O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Gary O'Neil mun ekki taka við stjórninni hjá Wolverhampton Wanderers á ný. Hann var rekinn úr starfinu fyrir tæpu ári en hefur verið ítrekað orðaður við endurkomu eftir að Vítor Pereira var látinn fjúka. Fótbolti 3.11.2025 21:01
Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Landsliðskonurnar Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mættust í þýska boltanum í kvöld þegar RB Leipzig sótti Freiburg heim. Fótbolti 3.11.2025 20:21
Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa léku í kvöld sinn fyrsta leik í Seríu A eftir að Patrick Viera var leystur frá störfum sem þjálfari liðsins þegar liðið sótti Sassuolo heim. Fótbolti 3.11.2025 19:46
Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Nýliðar Sunderland tóku á móti Everton í kvöld en með sigri hefðu nýliðarnir stokkið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Sú varð þó ekki raunin en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 3.11.2025 19:32
Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í frammistöðu Florian Wirtz á blaðamannafundi í dag fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni en Slot biður fólk um að sýna Wirtz þolinmæði meðan hann aðlagast ensku deildinni. Fótbolti 3.11.2025 18:33
Spence og van de Ven báðust afsökunar Áhugaverð uppákoma átti sér stað í lok leiks Tottenham og Chelsea á laugardag þegar þeir Djed Spence og Micky van de Ven stormuðu út af vellinum og virtust hundsa Thomas Frank, þjálfara Tottenham, algjörlega. Fótbolti 3.11.2025 17:47
Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Um tíma á laugardaginn sat Manchester United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í lifandi stigatöflu deildarinnar, en eftir leiki laugardagsins var liðið í 7. sæti. Það er mun líklegri niðurstaða fyrir United en 2. sæti, að mati sérfræðinga Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport. Enski boltinn 3.11.2025 17:00
Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Alfreð Gíslason var í blárri og bleikri treyju þýska kvennalandsliðsins í handbolta, í stað þess að klæðast svörtu eða hvítu eins og hann er vanur, þegar Þýskaland mætti Íslandi öðru sinni í vináttulandsleik í Þýskalandi í gær. Handbolti 3.11.2025 16:17
Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Southampton hefur sagt knattspyrnustjóranum Will Still upp störfum. Enski boltinn 3.11.2025 15:31
Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Lúðvík Gunnarsson mun stýra U21-landsliði karla í fótbolta gegn Lúxemborg, í undankeppni EM eftir tíu daga. Fótbolti 3.11.2025 15:02
Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Fanndís Friðriksdóttir gæti lagt skóna á hilluna. Samningur hennar rann út þegar nýafstöðnu tímabili lauk og stjórnarfólk Vals hefur ekki heyrt í henni til að endursemja. Íslenski boltinn 3.11.2025 14:45
Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Albert Ingason hreifst af frammistöðu Viktors Gyökeres fyrir Arsenal í sigrinum á Burnley á laugardaginn. Kjartan Henry Finnbogason er ekki alveg jafn sannfærður um sænska framherjann. Enski boltinn 3.11.2025 14:01
Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Evangelos Marinakis, eigandi enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, var fljótur til að bjóða fram aðstoð fyrir fórnarlömb hnífstunguárásarinnar í lest á leið frá Doncaster til London á laugardagskvöld. Enski boltinn 3.11.2025 13:33
Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Mikið barnalán hefur einkennt kvennalið Fram í handbolta undanfarið og leikmenn liðsins grínuðust með þetta í skemmtilegu myndbandi á Instagram. Handbolti 3.11.2025 13:00
Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta Íslandsmeisturum Hauka í sextán liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Körfubolti 3.11.2025 12:36
„Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Erika Nótt Einarsdóttir telur hnefaleikabannið hér á landi vera Íslandi til skammar og vill lögleiða íþróttina að fullu. Sport 3.11.2025 12:01
„Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Hallgrímur Egilsson, eða Halli Egils, naut sín í botn í stemningunni miklu í Grindavík á laugardagskvöld þegar hann vann annað undankvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Sport 3.11.2025 11:31