Veður

Svalt veður og úr­koma í dag

Fremur svölu veðri er spáð yfir landinu í dag og hægri breytilegri átt. Þá verður hvassara austanlands, dálítil él en skúrir eða slydda suðaustanlands fram eftir degi gangi spár eftir. 

Veður

Sólin skín á Norðurland og Vestfirði

Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu og eru mestar líkur á sólríku veðri á Norðurlandi og Vestfjörðum. Í öðrum landshlutum verður að öllum líkindum skýjað að mestu í dag og lítilsháttar skúrir verða á sunnanverðu landinu.

Veður

Vor­veður í Reykja­vík

Bjartviðri og 8 til 12 stiga hita og norðaustan 3-8 m/s er spáð á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þá er hægviðri spáð á morgun en þó er því spáð að skýjað verði og 6 til 9 stiga hiti.

Veður

Vetur

Í samanburðarreikningum á Veðurstofunni er vetur talinn 4 mánaða langur, frá 1. desember til 31. mars. Þetta er lengra tímabil en að jafnaði er notað erlendis því þar er miðað við að veturinn standi yfir tímabilið frá desember og út febrúar. Hér á landi er mars alloft kaldasti mánuður ársins og því er erfitt að tala um hann sem vormánuð. (Fengið af vef Veðurstofu Íslands vedur.is)

Veður