Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur SFS – Hvert liggur straumurinn? „Hvert liggur straumurinn?“ er yfirskrift ársfundar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem fram fer í dag. Fundurinn hefst klukkan 13 og stendur til 15:15 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 6.5.2022 12:30 Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Viðskipti innlent 6.5.2022 11:54 Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. Viðskipti innlent 6.5.2022 10:40 Nova hagnaðist um 1,5 milljarða Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna árið 2021 eftir skatta. Tekjuvöxtur á árinu fyrir einskiptisliði var 7% miðað við árið 2020. Viðskipti innlent 6.5.2022 10:16 Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Viðskipti innlent 6.5.2022 08:36 Skellir í lás eftir 35 ára rekstur Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu. Viðskipti innlent 5.5.2022 21:00 Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Viðskipti innlent 5.5.2022 19:31 Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra. Viðskipti innlent 5.5.2022 16:26 Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. Viðskipti innlent 5.5.2022 14:57 Þróa lífplasthúð úr úrgangi sem er ætlað að minnka plastnotkun Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð (e. food coating) úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega húð um matvæli sem vonast er til að muni bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla. Viðskipti innlent 5.5.2022 12:01 Ásgeir frá Fossum mörkuðum til PayAnalytics Ásgeir Kröyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá PayAnalytics. Viðskipti innlent 5.5.2022 10:32 Fanney úr bakvinnslunni í þjónustustjórann hjá Póstinum Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi. Viðskipti innlent 5.5.2022 10:29 Bein útsending: Krefjandi staða í raforkukerfinu Sérfræðingar Landsvirkjunar fara yfir raforkumarkaðinn á Íslandi á fundi á Hótel Nordica. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 5.5.2022 08:02 DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. Viðskipti innlent 4.5.2022 21:10 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4.5.2022 19:51 Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars næstu þrjú árin Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stendur að hátíðinni HönnunarMars á hverju ári, hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Viðskipti innlent 4.5.2022 17:21 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Viðskipti innlent 4.5.2022 16:51 Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni hundruð milljóna í bætur Strætó þarf að greiða hópbifreiðafyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur vegna þess útboðs á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. Viðskipti innlent 4.5.2022 16:48 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 09:00 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 08:30 Auglýst eftir tilboðum í hönnun Miklubrautar í stokk eða göng Vegagerðin hefur formlega auglýst útboð í hönnun vegna Miklubrautarstokks. Óskað er eftir tilboði í vinnu við frumdrög á breytingum á Nesbraut, eins og Miklabrautin heitir í þjóðvegaskrá Vegagerðarinnar, frá Snorrabraut í vestri og austur fyrir Kringlu. Viðskipti innlent 3.5.2022 17:28 Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Viðskipti innlent 3.5.2022 14:36 92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 3.5.2022 13:09 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3.5.2022 12:53 Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Viðskipti innlent 3.5.2022 11:56 Tix ræður þrjá úkraínska forritara Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Viðskipti innlent 3.5.2022 11:30 Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. Viðskipti innlent 3.5.2022 10:42 Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Viðskipti innlent 2.5.2022 19:01 Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa. Viðskipti innlent 2.5.2022 14:04 Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. Viðskipti innlent 2.5.2022 13:18 « ‹ 124 125 126 127 128 129 130 131 132 … 334 ›
Bein útsending: Ársfundur SFS – Hvert liggur straumurinn? „Hvert liggur straumurinn?“ er yfirskrift ársfundar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem fram fer í dag. Fundurinn hefst klukkan 13 og stendur til 15:15 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 6.5.2022 12:30
Endurskoða reglur eftir kaup starfsmanna á hlutum í Íslandsbanka Til stendur að gera breytingar á reglum Íslandsbanka um verðbréfaviðskipti starfsmanna eftir gagnrýni á þátttöku þeirra í lokuðu útboði Bankasýslunnar á hlutum ríkisins í bankanum. Þetta segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Viðskipti innlent 6.5.2022 11:54
Í miklum ógöngum með umgjörð áfengissölu Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, telur að nýleg umræða um áfengissölu hér á landi og sú staðreynd að verslun með áfengi fyrir utan verslanir ÁTVR virðist spretta upp, sýni að umgjörð áfengissölu hér á landi sé í miklum ógöngum. Viðskipti innlent 6.5.2022 10:40
Nova hagnaðist um 1,5 milljarða Fjarskiptafélagið Nova hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna árið 2021 eftir skatta. Tekjuvöxtur á árinu fyrir einskiptisliði var 7% miðað við árið 2020. Viðskipti innlent 6.5.2022 10:16
Auðkýfingur ætlar að reisa fimm stjörnu hótel við Skálafell Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur í hyggju að reisa fimm stjörnu hótel í nágrenni skíðasvæðisins í Skálafelli. Borgarstjóri lagði fram viljayfirlýsingu um byggingu hótelsins á fundi borgarráðs í gær og var hún samþykkt. Viðskipti innlent 6.5.2022 08:36
Skellir í lás eftir 35 ára rekstur Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu. Viðskipti innlent 5.5.2022 21:00
Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Viðskipti innlent 5.5.2022 19:31
Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra. Viðskipti innlent 5.5.2022 16:26
Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. Viðskipti innlent 5.5.2022 14:57
Þróa lífplasthúð úr úrgangi sem er ætlað að minnka plastnotkun Líftæknifyrirtækið Algalíf hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð (e. food coating) úr þörungahrati. Um er að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega húð um matvæli sem vonast er til að muni bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla. Viðskipti innlent 5.5.2022 12:01
Ásgeir frá Fossum mörkuðum til PayAnalytics Ásgeir Kröyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá PayAnalytics. Viðskipti innlent 5.5.2022 10:32
Fanney úr bakvinnslunni í þjónustustjórann hjá Póstinum Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi. Viðskipti innlent 5.5.2022 10:29
Bein útsending: Krefjandi staða í raforkukerfinu Sérfræðingar Landsvirkjunar fara yfir raforkumarkaðinn á Íslandi á fundi á Hótel Nordica. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 5.5.2022 08:02
DiCaprio fjárfestir í fyrirtæki Ingvars Stórleikarinn og loftslagsaðgerðasinninn Leonardo DiCaprio hefur gengið til liðs við Líftækni og hönnunarfyrirtækið Vitrolabs, sem fatahönnuðurinn Ingvar Helgason stofnaði og stýrir, sem fjárfestir. Viðskipti innlent 4.5.2022 21:10
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4.5.2022 19:51
Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars næstu þrjú árin Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stendur að hátíðinni HönnunarMars á hverju ári, hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Viðskipti innlent 4.5.2022 17:21
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Viðskipti innlent 4.5.2022 16:51
Strætó þarf að greiða Teiti Jónassyni hundruð milljóna í bætur Strætó þarf að greiða hópbifreiðafyrirtækinu Teiti Jónassyni 205 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur vegna þess útboðs á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2010. Viðskipti innlent 4.5.2022 16:48
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 08:30
Auglýst eftir tilboðum í hönnun Miklubrautar í stokk eða göng Vegagerðin hefur formlega auglýst útboð í hönnun vegna Miklubrautarstokks. Óskað er eftir tilboði í vinnu við frumdrög á breytingum á Nesbraut, eins og Miklabrautin heitir í þjóðvegaskrá Vegagerðarinnar, frá Snorrabraut í vestri og austur fyrir Kringlu. Viðskipti innlent 3.5.2022 17:28
Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Viðskipti innlent 3.5.2022 14:36
92 sagt upp í hópuppsögnum í síðasta mánuði Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 92 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 3.5.2022 13:09
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3.5.2022 12:53
Fengu 674 kíló að meðaltali á fyrsta degi strandveiðanna 132 bátar reru á fyrsta degi strandveiðanna í gær og nam aflinn samtals 89,6 tonnum. Meðalafli á bát var þannig 674 kíló, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Viðskipti innlent 3.5.2022 11:56
Tix ræður þrjá úkraínska forritara Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Viðskipti innlent 3.5.2022 11:30
Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. Viðskipti innlent 3.5.2022 10:42
Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. Viðskipti innlent 2.5.2022 19:01
Breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa. Viðskipti innlent 2.5.2022 14:04
Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. Viðskipti innlent 2.5.2022 13:18