Viðskipti innlent Magnús Magnússon framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Viðskipti innlent 28.1.2021 12:15 Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. Viðskipti innlent 28.1.2021 10:28 „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Kristján Markús Sívarsson segir alla eiga skilið annað tækifæri. Hann segir veðlánastarfsemi sem hann býður upp á ásamt kærustu sinni vera hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar ekki verið í standi til að framkvæma það fyrr en núna. Viðskipti innlent 28.1.2021 09:00 Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. Viðskipti innlent 28.1.2021 08:30 Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Viðskipti innlent 28.1.2021 07:00 Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 21:13 Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. Viðskipti innlent 27.1.2021 17:32 Verstu janúarútsölur frá árinu 2002 Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002. Viðskipti innlent 27.1.2021 16:02 Bein útsending: Leikjaframleiðendur ræða stöðu iðnaðarins hér á landi Forsvarsmenn íslenskra leikjaframleiðenda munu ræða stöðu iðnaðarins hér á landi á fundi Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) og Samtaka iðnaðarins sem hefst klukkan fjögur í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu og má fylgjast með honum hér að neðan. Viðskipti innlent 27.1.2021 15:30 Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. Viðskipti innlent 27.1.2021 13:42 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. Viðskipti innlent 27.1.2021 13:22 Bein útsending: Húsnæðisþing Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar. Viðskipti innlent 27.1.2021 12:31 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Viðskipti innlent 27.1.2021 10:50 Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. Viðskipti innlent 27.1.2021 09:23 Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. Viðskipti innlent 27.1.2021 08:30 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00 Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. Viðskipti innlent 26.1.2021 17:17 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 26.1.2021 16:37 Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Viðskipti innlent 26.1.2021 13:11 Falsaðir seðlar í töluverðri umferð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Viðskipti innlent 26.1.2021 12:21 Kynna niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar á föstudag Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar á föstudag, 29. janúar og hefst kynning þeirra og afhending viðurkenninga klukkan 8:30 á Grand Hótel. Sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu hér á Vísi en vegna samkomutakmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið að mæta. Viðskipti innlent 26.1.2021 11:21 Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:35 Tryggðu sér alþjóðlega fjárfestingu eftir hafa sótt í sig veðrið í samkomubanni Íslenska sprota- og tæknifyrirtækið Noona hefur tryggt sér fjármögnun upp á 1,2 milljónir evra, eða um 190 milljónir íslenskra króna. Fjármögnunin er leidd af alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu SaltPay sem keypti færsluhirðinn Borgun í mars 2020. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:21 Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:13 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. Viðskipti innlent 26.1.2021 09:19 Bein útsending: Viðspyrna ferðaþjónustunnar Árlegur nýársfundur Íslenska ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í dag klukkan níu þar sem sjónum verður beint að helstu áskorunum og tækifærum sem framundan eru í viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 26.1.2021 08:31 Breyta ensku heiti Íslandsstofu Frá og með 31. janúar verður ensku heiti Íslandsstofu breytt úr Promote Iceland í Business Iceland. Viðskipti innlent 25.1.2021 14:39 Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Viðskipti innlent 25.1.2021 13:39 Róa lífróður eftir að stjórnandi „gerði skandal sem við vissum ekki um“ Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði, segir að bókhald fyrirtækisins hafi „byggst á skáldskap í allt of langan tíma.“ Nú sé unnið að því að reyna að bjarga félaginu. Viðskipti innlent 25.1.2021 11:50 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Viðskipti innlent 24.1.2021 23:00 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 334 ›
Magnús Magnússon framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Viðskipti innlent 28.1.2021 12:15
Aflétta trúnaði um raforkusamning OR við Norðurál eftir 10 ára bið Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut. Viðskipti innlent 28.1.2021 10:28
„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Kristján Markús Sívarsson segir alla eiga skilið annað tækifæri. Hann segir veðlánastarfsemi sem hann býður upp á ásamt kærustu sinni vera hugmynd sem hann hafi gengið með í maganum í nokkurn tíma. Hann hafi hins vegar ekki verið í standi til að framkvæma það fyrr en núna. Viðskipti innlent 28.1.2021 09:00
Bein útsending: Janúarráðstefna Festu Janúarráðstefna Festu fer fram þann 28. janúar 2021 frá kl 9.00 og stendur til kl 12.00. Viðskipti innlent 28.1.2021 08:30
Ávallt best að halda drottningarfórnum í lágmarki Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka. Viðskipti innlent 28.1.2021 07:00
Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 21:13
Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. Viðskipti innlent 27.1.2021 17:32
Verstu janúarútsölur frá árinu 2002 Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002. Viðskipti innlent 27.1.2021 16:02
Bein útsending: Leikjaframleiðendur ræða stöðu iðnaðarins hér á landi Forsvarsmenn íslenskra leikjaframleiðenda munu ræða stöðu iðnaðarins hér á landi á fundi Samtaka leikjaframleiðenda (IGI) og Samtaka iðnaðarins sem hefst klukkan fjögur í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu og má fylgjast með honum hér að neðan. Viðskipti innlent 27.1.2021 15:30
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. Viðskipti innlent 27.1.2021 13:42
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. Viðskipti innlent 27.1.2021 13:22
Bein útsending: Húsnæðisþing Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar. Viðskipti innlent 27.1.2021 12:31
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Viðskipti innlent 27.1.2021 10:50
Óleiðréttur launamunur kynja 14 prósent árið 2019 Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára. Viðskipti innlent 27.1.2021 09:23
Bein útsending: Útboðsþing Samtaka iðnaðarins Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag og stendur milli klukkan 9 og 10:30. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og má því fá gott yfirlit yfir helstu útboð ársins, að því er fram kemur í tilkynningu frá SI. Viðskipti innlent 27.1.2021 08:30
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00
Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega. Viðskipti innlent 26.1.2021 17:17
3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 26.1.2021 16:37
Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Viðskipti innlent 26.1.2021 13:11
Falsaðir seðlar í töluverðri umferð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að undanfarið hafi borið á tilkynningum um falsaða peningaseðla, bæði fimm þúsund og tíu þúsund króna seðla, auk evru seðla. Nokkur slík mál eru til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Viðskipti innlent 26.1.2021 12:21
Kynna niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar á föstudag Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar á föstudag, 29. janúar og hefst kynning þeirra og afhending viðurkenninga klukkan 8:30 á Grand Hótel. Sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu hér á Vísi en vegna samkomutakmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið að mæta. Viðskipti innlent 26.1.2021 11:21
Roald lætur af störfum hjá Birtingi Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:35
Tryggðu sér alþjóðlega fjárfestingu eftir hafa sótt í sig veðrið í samkomubanni Íslenska sprota- og tæknifyrirtækið Noona hefur tryggt sér fjármögnun upp á 1,2 milljónir evra, eða um 190 milljónir íslenskra króna. Fjármögnunin er leidd af alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu SaltPay sem keypti færsluhirðinn Borgun í mars 2020. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:21
Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:13
Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. Viðskipti innlent 26.1.2021 09:19
Bein útsending: Viðspyrna ferðaþjónustunnar Árlegur nýársfundur Íslenska ferðaklasans, KPMG og Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í dag klukkan níu þar sem sjónum verður beint að helstu áskorunum og tækifærum sem framundan eru í viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 26.1.2021 08:31
Breyta ensku heiti Íslandsstofu Frá og með 31. janúar verður ensku heiti Íslandsstofu breytt úr Promote Iceland í Business Iceland. Viðskipti innlent 25.1.2021 14:39
Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Viðskipti innlent 25.1.2021 13:39
Róa lífróður eftir að stjórnandi „gerði skandal sem við vissum ekki um“ Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði, segir að bókhald fyrirtækisins hafi „byggst á skáldskap í allt of langan tíma.“ Nú sé unnið að því að reyna að bjarga félaginu. Viðskipti innlent 25.1.2021 11:50
Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Viðskipti innlent 24.1.2021 23:00