Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:31 Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Olís. Vísir/Arnar Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti. Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti.
Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46