Íslenskur her í Afganistan 13. júní 2004 00:01 Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslenska friðargæslan - Björgvin Guðmundsson Íslenskur her er nú í Afganistan og tekur þátt í hernámi landsins. Er það kaldhæðnislegt,að þjóð,sem barist hefur gegn erlendu hernámi og þurft hefur að heyja langvarandi baráttu fyrir eigin sjálfstæði skuli nú taka þátt í að hernema erlenda þjóð og senda þangað hermenn.Reynt er að breiða yfir það að íslensku liðsmennirnir í Afganistan séu hermenn og þeir kallaðir "friðargæslumenn". En þessir menn, sem eru 17 talsins, eru í einkennisbúningum og bera vopn. Þeir fengu herþjálfun í Noregi. Slíkir menn hafa til þessa verið kallaðir hermenn. Það hefur ekki verið rætt sérstaklega á Alþingi hvort Ísland væri reiðubúið að stofna umræddan her í Afganistan. Svo virðist sem utanríkisráðherra hafi upp á sitt eindæmi ákveðið að stofna umrædda íslenska herdeild. Er það eftir öðru en margar ákvarðanir stjórnarherranna eru nú teknar án þess að leggja þær fyrir Alþingi. Telja má víst, að stofnun íslenskrar herdeildar í Afganistan sé ólögleg. Þegar Björn Bjarnason hreyfði hugmyndum um stofnun íslensks hers sættu þær mikilli andstöðu.Á ráðherrafundi NATO í Prag 2002 lofuðu forsætis-og utanríkisráðherra að leggja 300 millj. kr. til herflutninga til Írak með íslenskum flugvélum. Þetta loforð sætti mikilli gagnrýni enda virtist svo sem nota ætti íslenskar farþegaflugvélar til herflutninga. Íslensk stjórnvöld urðu því að draga loforðið frá Prag að hluta til baka. Í staðinn var ákveðið að verja peningum til flutninga til Afganistan og Írak. Ísland hefur því kostað flutninga til Afganistan og nú tekur Ísland einnig að sér stjórn flugvallarins í Kabul á vegum NATO með því að senda þangað íslenska herdeild.Það er mjög óeðlilegt, að Ísland sé að taka þátt í hernámi í landi, sem Bandaríkin réðust inn, í enda þótt sú innrás hafi verið gerð til þess að leita að Bin Laden og ráðast gegn Al Kaida. Nær væri fyrir Ísland að styðja í ríkari mæli en nú uppbyggingarstarf í þróunarlöndum og mannréttindabaráttu þar. Í þeim löndum eru verkefni næg. Ísland hefur unnið nokkurt starf á þessu sviði í Afríku en auka má það starf verulega,einkum aðstoð við mannréttindabaráttu.Ekki var rætt mikið á Alþingi um fjárveitingar til Afgangistan. Fram kom í fréttum, að Ísland léti 200 mill. kr. renna til Afganistan. Þess verður að vænta, að Alþingi hafi samþykkt þá fjárveitingu, þ.e. til flutninga til Afganistan og stjórnunar flugvallarins í Kabul. Ísland getur ekki í dag rekið stærsta spítala sinn á sómasamlegan hátt. Þar er skorið niður svo mjög, að öryggi sjúklinga er stefnt í hættu. Á sama tíma og þannig er ástatt er hlálegt, að Ísland sé að stunda hermannaleik í fjarlægu landi, Afganistan.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar