Fórnarlamb víðtæks samsæris Dagur B. Eggertsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn - Dagur B. Eggertsson skrifar um samsærið gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði stórt í síðustu kosningum. Það var ósanngjarnt og algerlega að ósekju. Orsakanna var vitanlega ekki að leita í stefnu eða framgöngu forystu flokksins. Þess vegna þarf að elta uppi og hegna þeim sem bera ábyrgð á afhroðinu. Það voru fjölmiðlar og fjármálamenn, dómstólar og prestar, læknar og líknarfélög. Að ógleymdum matvörubúðunum.Þetta er gömul saga og ný. Slysið frá 1994 endurtók sig 1998 og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði borgarstjórnarkosningum án þess að eiga það skilið. Forsætisráðherra benti réttilega á að þetta væri Ríkissjónvarpinu að kenna. Í kjölfarið hefur verið tekið til hendinni á útvarpinu.Við lá að Alþingiskosningarnar 1999 töpuðust vegna samsæris Þjóðhagsstofnunar, OECD og Samfylkingarinnar. Þetta þjóðhættulega lið sagði fyrir um stórfellda gengisfellingu og kollsteypu vegna aðhaldsleysis í ríkisfjármálum. Þótt freistandi hefði verið að leggja niður OECD og banna Samfylkinguna var látið nægja að leggja Þjóðhagsstofnun niður. Forsætisráðherra fer jú hóflega með vald sitt. Gengið féll um tugi prósenta. Dómstólarnir hafa einnig setið um ríkisstjórnina. Þeir hafa fylgt lögum en ekki línunni, einsog reyndar úrskurðanefndirnar, Ríkisendurskoðun og umboðsmaður Alþingis. Eðlilega fengu þeir orð í eyra. Einboðið var að þrengja að héraðsdómsstólunum. Hæstiréttur er svo sérkapituli. Guð sé lof að hægt hefur verið að skipa þangað almennilega menn til að dæma rétt.Viðskiptalífið hefur þó ef til vill átt erfiðast með að finna taktinn. Það hefur gengið svo langt að eignir og félög hafa skipt um hendur án samráðs við forystu Sjálfstæðisflokksins. Aðeins með vel skipulögðum leynifundum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins var hægt að tryggja rétt eignarhald á Íslandsbanka. Sem betur fer var sölu ríkisbankanna þó blessunarlega handstýrt.Samsærismenn og félög eru vitanlega miklu fleiri. Læknafélag Íslands sem þóttist vera annt um persónuvernd (hver trúir því?), 75% prófessora sem vildu að jafnræðisreglunni væri fylgt ("Þessir ágætu prófessorar þurfa að lesa stjórnarskránna"), Gallup sem leyfði sér að spyrja um afstöðu til Evrópusambandsins ("virðist hafa einhvern sérstakan málstað að verja"), að ógleymdu Öryrkjabandalaginu, Mæðrastyrksnefnd og öllum sem heita Jón eða Sigurður.Forsætisráðherra er vorkunn. Hann sem gengur glaður að hverju verki á óvini sem sitja um hann við hvert fótmál. Í hans sporum er erfitt að verjast tárum. Þjóðin hefur orðið vitni að mestu ofsóknum Íslandssögunnar í seinni tíð.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar